Heimilisritið - 01.03.1951, Page 34

Heimilisritið - 01.03.1951, Page 34
Hún tryggði hann Smásaga eftir Natalie Shipman HUGH Barton rétti úr sér og horfði beint yfir skrifborðið, á ungu stúlkuna, sem ritarinn hans hafði vísað inn til hans. „Það er ekki af því að ég vilji vera ruddalegur,“ sagði hann brosandi, „en það getur þó ekki verið raunveruleiki, að þér séuð með umboð fyrir vátrygginga- félag?“ „Jú!“ svaraði unga stúlkan og leit alvörugefin í augu hans. „Hvað er það þá, sem yður er á höndum? Tryggja mig?“ Hún kinkaði kolli. „Tryggja mig? Gegn hverju?“ „Yfirleitt gegn öllu!“ var svarið. „Við bjóðum sérstaklega hagkvæm kjör á vátryggingum, sem tryggja yður samtímis gegn þjófnaði, eldsvoða, slysum og dauða . . . en auk þess getum við boðið eins konar líftrygg- ingu, sem færir yður 5000 doll- ara, þegar þér verðið fimmtugur, gegn 250 dollara iðgjaldi!" „Hvernig komið þér öllum þessum tölum fyrir í höfðinu?“ „Tölurnar grundvallast á út- reikningum, sem tryggingafræð- ingar félagsins hafa gert!“ svar- aði hún þurrlega. „Þetta fyrir- komulag sameinar hagræðið við að vera tryggðir gegn fyrirvara- lausum slysum og möguleikann til dálaglegrar peningaupphæð- ar, þegar þér fyllið fimmta tug- inn!“ „Ó, Guð almáttugur!" stundi hann og greip um höfuðið. ,.Út- reikningar . . . stærðfræðifor- múlur! Skyndileg slys og dá- laglegar peningaupphæðir! Hví- líkt samsafn leiðinlegra orða! Ég get bara ekki stillt mig um að láta yður vita, að þótt ekki væri nema orðið trygging, kem- ur það mér til þess að sjá rautt . . . og allt til þessa hafa öll félögin gert árangurslausar á- rásir á mig!“ „Já, er það ekki ótrúlegt!“ mælti Lettie, og nú var roðinn í kinnum hennar horfinn fyrir hinni venjulegu, þóttafullu ró- semi hennar. „Hér sitjið þér, efnilegasti, ungi málaflutnings- maður borgarinnar, greindur og duglegur, með möguleikum til þess að verða forstjóri fyrir 32 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.