Heimilisritið - 01.03.1951, Síða 46

Heimilisritið - 01.03.1951, Síða 46
töfrandi, að menn urðu strax hrifnir af henni. Jafnvel kven- fólkinu fannst hún hafa til að bera sjaldgæfan og óvenjulegan persónuleika. Fyrir mörgum mánuðum hafði hún hiotið þann sess að bera höfuð og herðar yfir aðra í samkvæmislífinu 1 Cleveland. Cassie, sem var augsýnilega vön öllu óhófi, var mjög eyðslu- söm. Föt hennar voru flutt inn erlendis frá, gimsteinar hennar voru slíkir, að þeir gátu eins átt heima í listasafni, og hún hafði nautn af því að gefa öðr- um óvæntar gjafir. Einhverju sinni hafði hún farið á sýningu og ætlað að kaupa píanó, en fékk þá allt í einu þá flugu í höfuðið að kaupa öll píanóin. sem eftir voru, en þau voru 27, og senda þau til vina sinna á- samt sínum beztu árnaðarósk- um. Handtaka frú Chadwick kom eins og þruma úr heiðskýru lofti. Blöðin sögðu varlega frá atburðunum og skýrðu naum- ast frá hinum áberandi stað- reyndum. Þá var það Herbert Newton, bankastjóri Brooklyn- bankans í Massachussets, sem sagði blaðamönnum þá sögu, sem olli því, að nafn frú Chad- wick varð fyrirsögn á forsíðum allra blaðanna. Newton vottaði það, að hann hefðj lánað frú Chadwick 190 þúsund dollara í þeirri trú, að hann fengi ríf- lega þóknun fyrir. Sem trygg- ingu hafði hún sýnt kvittun fyr- ir fé, að upphæð 5 miljónir dollara, sem væri geymt á ör- uggum stað. En það, sem hafði haft enn meiri áhrif á hann, var ávísun, að upphæð 500 þús. dollarar, gefin út á nafn Cassie af stálkónginum Carnegie. Þeg- ar Newton reyndi að fá pen- inga sína greidda, vísaði Cassie öllum slíkum umleitunum á bug. Peningarnir, sem hún sagði að væru 1 öryggishólfinu, væru dánargjöf. Úr þessu myndi bráðlega rætast, hólfið yrði opn- að og skuldirnar greiddar. Þar sem Newton var hræddur um að aðrir lánardrottnar fengju borgað fyrst, hafði hann lagt drög að því að hefja mál á hendur Cassie. Vinir hennar voru sem þrumu lostnir. Gat þetta staðizt? Jú, Cassie hafði viðurkennt, að hún skuldaði Newton þessa peninga, en hún skyldi greiða þá að fullu innan tveggja sólarhringa. Þess- ir 48 klukkutímar liðu án þess nokkuð skeði. Þá var það, að annað reiðarslag skall yfir. Lög- reglan spurði, hvort hún væri ekki frú Lydia Devere, sem hafði afplánað fangelsisvist vegna fölsunar, árið 1890. Fingraför voru ekki almennt 44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.