Heimilisritið - 01.03.1951, Qupperneq 50
Ur einu í annað
Unga frtíin: — Ó — nú sviðnar
steikin, og ég má ekki taka bana úr
ofninum fyrr en eftir tiu mínútur.
#
Of þrönga flókahatta má víkka með
því að halda þcim yfir vatnsgufu og
teygja þá gætilega. Gufan linar flók-
ann.
#
Ungur eiginmaður: — Það hlýtur að
' vera kominn fótaferðartími.
Konan: — Nú, af hverju?
Maðurinn: — Sá litli cr sofnaður. •
#
Gúmmíkápur er gott að hreinsa upp
úr salmíaksvatni, en varast þarf að væta
þxr mjög mikið, því að þá gctur dottið
upp úr þeim.
#
Niagarafossinn nagar af hrún sinni
um f>að bil eitt fet á ári. A þennan hátt
hefur hann sorfið sér djúp gljúfur, alla
leið frá Queenstown, eða sjö mtlur þaðan
sem fossbrúnin er nú. Eftir þessu að
dtema hefur hann verið 35000 ár að
grafa gljúfrin.
#
Við viturn ekki miljónasta part úr
einum af hundraði um nokkurn skapað-
an hlut. — George W. Alger.
#
— Það eru vissir hlutir í lífi okkar,
sem maður verður að loka augunum
fyrir.
— Já, til dcemis sápa!
#
Blóðblettum má auðveldlega ná úr
lérefti með því að láta það liggja í bleyti
í mjólk þar til blctturinn er uppleystur.
Skipta má um mjólk ef þörf krefur.
Hélu af gluggarúðu er bezt að strjúka
burt með snarpheitu vatni og nudda
hana síðan með dúk, scm bleyttur hef-
ur verið í brennsluspíritus. Á veturna
er gott að blanda 5 gr af glyserini sam-
an við 100 gr af spírinis og nudda rúð-
urnar upp úr því að innanverðu.
#
Þórður (við Karl): — Geturðu ekki
skilað mér aftur bókinni, sem ég lánaði
þér fyrir viku?
Karl: — Þvi miður, ég vár rétt áðan
að lána honum Sigga hana. Þarftit að
nota hana riúna?
Þórður: — Nci, ekki ég. En Einar,
sem lánaði mér hana, kom t gær og
sagði, að Arni þyrfti að skila honum
Bjarna henni. Hann á nefnilega bók-
ina.
#
Það má aldrei þurrka blautar loðkáp-
ur við ofnhita, því þá harðnar leðrið,
og hárin verða ljót. Það á að bursta
þær gætilega og hcngja þær svo til
þerris. Daginn eftir eni þær barðar laus-
lega með priki og hárin kernbd, fyrst
eins og liggur í þeim en síðan öfugt.
Þá verður feldurinn eins og nýr.
#
Læknirinn: — Eg er alls ekki hrif-
inn af þvi, hvernig þér litið út.
Sjúklingurinn: — Eg ætla mér held-
ur ekki að taka þátt í neinni fegurðar-
samkeppni.
*
Til þess að forðast svitabletti í karl-
mannshöttum, er gott að láta dagblaða-
pappír milli svitabandsins og flókans.
Það þarf að skipta um pappír öðru
hverju.
48
HEIMILISRITIÐ