Heimilisritið - 01.03.1951, Page 52

Heimilisritið - 01.03.1951, Page 52
hræddur um að missa atvinn- una, vegna þess að ég er of af- kastamikill.“ „Ég er alveg orðlaus, Jón minn. En haldið þér áfram.“ „Ég er orðinn svo hræðilega góðlyndur, að það getur enginn þolað mig lengur nálægt sér. Þeir eru farnir að kalla mig „herra Pollyanna“, eða „allra Elskulegastur". Um daginn kom ég að símastúlkunni kjökrandi, út af því að ég er alveg hættur að gera at í henni. Það gat hún ekki þolað til lengdar." „Mér þykir yður vera niðri fyrir, Jón.“ „Já, sannarlega. Nú orðið get- ur enginn gert mér hverft við, og ekki heldur graman eða reið- an, og það fellur bæði mér og öðrum þungt. Þegar til alls kem- ur, er fólki oft ánægja í því að reiðast aða jafnvel að fyllast hatri. Svona ómerkilegrar á- nægju fæ ég ekki að njóta. Það er eins og ég sagði, þegar konan mín kom af fundi í Náttúrulækn- ingingafélaginu um daginn: ,Hunangsblómið mitt‘, sagði ég.“ „Hvað segið þér?“ „Hunangsblóm, það er eins- konar gæluorð.“ „Nei — ég á við, sögðuð þér ekki „Náttúrulækningafélagið?“ Og reynir hún það svo á yður heima, sem hún lærir á fund- unum?" „Já, ég er nú hræddur um það. Nú borðum við ekki ann- an mat en sem er bólginn af vítamínum, eða sem hringlar í af járni. Af hverju spyrjið þér?“ „Jæja — já, einmitt! Nú fer ég að skilja! Góði minn, þér gangið með vítamínsnerpu á háu stigi.“ „Vítamín hvað?“ „Vítamínsnerpu! Ég hef orð- ið var við nokkur lík tilfelli 1 seinni tíð. Sjúkdómslýsingin er þessi: öfgakennt heilbrigði, skefjalaust góðlyndi, óheilbrigð vinnuorka. — Jón, þér eruð hlaðinn ofurorku. Segið mér — hafið þér nokkrar áhyggjur vegna hinna síðustu og verstu tíma. „Nei, það var eitt af því sem ég ætlaði að segja yður.“ „Datt mér ekki í hug. Þessar grasætur skilja það ekki, að al- menningur þarf að hafa áhyggj- ur og sjá hættuna, áður en voð- inn skellur á.“ „Já, það er verst, þegar ég er einn úti í fjölmenni. Fólk verður svo skrítið á svipinn, þegar það sér mig glaðlegan á svipinn eða brosa með sjálfum mér .. „Ég get ímyndað mér það. Nú skal ég segja yður til um mat- aræði yðar. Þér skuluð borða soðið kjöt og marðar kartöflur 50 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.