Heimilisritið - 01.03.1951, Síða 54

Heimilisritið - 01.03.1951, Síða 54
Romance Benedikt Steingnmsson hefur skrifað pessa litlu s'ógu LOKSINS hafði ég gert alvöru úr því; auðvitað hafði það kostað talsvert crfiði og sjálfsafneitun, en nú var hið versta afstaðið. Ég var frjáis maður. Eftir fimm ára skrykkjótta sambúð hafði ég tekið af skarið og sagt, að frá degin- um í dag værum við skilin að skiptum, og þar sem hún andmælti ckki — það gerði hún reyndar aldrei — var það klappað og klárt. Og nú labbaði ég vestur Austurstrætj sem frjáls maður. Þegar ég kom að horninu á Aðal- stræti, datt mér í hug, að ég ætti nú skilið að létta mér svolítið upp í tilefni af deginum, og auðvitað var ég ckki svo óréttlátur, að ég færi að hafa af neinum það sem hann átti skilið. Þcss vegna skellti ég mér inn á bar, lét botninn síga varlega í þægdegt sæti inni í horni og bað frökenina um „einn molakaffi, takk“. Ö, hvað mér leið vel; að hugsa sér hvað menn geta verjð vitlausir að vera að binda sig svona, hugsaði ég, á meðan ég drakk úr fyrsta bollanum. Er ég var að byrja á þe:m næsta, fór mér að detta í hug, að þetta hefði nú kannske ekki verið svo bölvað hjá okkur. Höfðum við rifizt? Nei, að vísu ekki; þau fáu skipti, sem eitthvað hafði sletzt upp á vinskapinn, var það undantekningar- laust vegna peninga, og þá gat ég jafn- an óárcittur lcitað huggunar hjá vinurn mínum, og þeir brugíust mér ekki. Veitti hún mér ekki það, sem ég vildi? Jú, svikalaust. 0, hvað lnin hafði hvíta og mjúka húð. Undan hverju hafði ég eiginlega að kvarta? Og það stóðst á, að þegar ég lauk úr seinni bollanum, var ég kominn að þeirri niðurstöðu, að ég hefði gert hcnni hræðilcga rangt til, mcð því að yfirgcfa hana og ákvað að ég skyldi nú hafa frumkvæðið að því að sættast. Því beið ég ckki boðanna, kallaði á dömuna, sem afgreiddi mig, og bað um einn pakka af Wellington. Og ég efast um, að nokkrir elskendur hafi notið meir end- urfundanna en ég fyrstu sígarettunnar. Aldrei hafði samlyndið verið jafn gott. Ég átti nóga peninga, þannig að á næstunm myndi ég áreiðanlega ekki þurfa að sníkja sígarettu hjá kunningj- unum. Aldrci hafði mér fundizt nautn- in jafn unaðsleg. Ég lét varirnar halda mjúklega um hið hvíta, slétta yfirborð vmdlingsins og naut þess að vera aftur hlekkjaður. EXDIR 52 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.