Heimilisritið - 01.03.1951, Blaðsíða 54

Heimilisritið - 01.03.1951, Blaðsíða 54
Romance Benedikt Steingnmsson hefur skrifað pessa litlu s'ógu LOKSINS hafði ég gert alvöru úr því; auðvitað hafði það kostað talsvert crfiði og sjálfsafneitun, en nú var hið versta afstaðið. Ég var frjáis maður. Eftir fimm ára skrykkjótta sambúð hafði ég tekið af skarið og sagt, að frá degin- um í dag værum við skilin að skiptum, og þar sem hún andmælti ckki — það gerði hún reyndar aldrei — var það klappað og klárt. Og nú labbaði ég vestur Austurstrætj sem frjáls maður. Þegar ég kom að horninu á Aðal- stræti, datt mér í hug, að ég ætti nú skilið að létta mér svolítið upp í tilefni af deginum, og auðvitað var ég ckki svo óréttlátur, að ég færi að hafa af neinum það sem hann átti skilið. Þcss vegna skellti ég mér inn á bar, lét botninn síga varlega í þægdegt sæti inni í horni og bað frökenina um „einn molakaffi, takk“. Ö, hvað mér leið vel; að hugsa sér hvað menn geta verjð vitlausir að vera að binda sig svona, hugsaði ég, á meðan ég drakk úr fyrsta bollanum. Er ég var að byrja á þe:m næsta, fór mér að detta í hug, að þetta hefði nú kannske ekki verið svo bölvað hjá okkur. Höfðum við rifizt? Nei, að vísu ekki; þau fáu skipti, sem eitthvað hafði sletzt upp á vinskapinn, var það undantekningar- laust vegna peninga, og þá gat ég jafn- an óárcittur lcitað huggunar hjá vinurn mínum, og þeir brugíust mér ekki. Veitti hún mér ekki það, sem ég vildi? Jú, svikalaust. 0, hvað lnin hafði hvíta og mjúka húð. Undan hverju hafði ég eiginlega að kvarta? Og það stóðst á, að þegar ég lauk úr seinni bollanum, var ég kominn að þeirri niðurstöðu, að ég hefði gert hcnni hræðilcga rangt til, mcð því að yfirgcfa hana og ákvað að ég skyldi nú hafa frumkvæðið að því að sættast. Því beið ég ckki boðanna, kallaði á dömuna, sem afgreiddi mig, og bað um einn pakka af Wellington. Og ég efast um, að nokkrir elskendur hafi notið meir end- urfundanna en ég fyrstu sígarettunnar. Aldrei hafði samlyndið verið jafn gott. Ég átti nóga peninga, þannig að á næstunm myndi ég áreiðanlega ekki þurfa að sníkja sígarettu hjá kunningj- unum. Aldrci hafði mér fundizt nautn- in jafn unaðsleg. Ég lét varirnar halda mjúklega um hið hvíta, slétta yfirborð vmdlingsins og naut þess að vera aftur hlekkjaður. EXDIR 52 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.