Heimilisritið - 01.03.1951, Qupperneq 59
Eftir stutta stund hafði Joan enga
hugmynd um, í hvaða átt þær fóru.
Hún heyrði ckki einu sinni brimhljóð.
En eftir að þær höfðu brotizt áfram enn
um stund, komu þær af tilviljun í rjóð-
ur, þar sem jarðvegurinn virtist sléttur
eins og tennisvöllur. Loftið var þar
næstum tært, þótt rakinn gufaði upp
af votri jörðinni.
Hér fór Joan úr öllum fötunum og
hengdi þau upp í tré til þerris. Rena
hafði ekki eins mikið fyrir. Hún var
aðeins í stuttu baðmullarpilsi og þurrk-
aði sig á þann einfalda hátt að nudda
hörundið með höndunum. Hún var enn
mjög hrædd, og var sífellt að skima í
kringum sig.
„Ég mikið hrædd“, sagði hún, og það
gnötruðu í henni tennurnar, þegar Joan
spurði hana, að hverju hún væri að gá.
„Margir svartir menn hér í nágrenninu.
Löng leið til mikli, hvíti maður. Við
fara aftur, fljótt, annars vondir, svartir
menn taka okkur“.
Joan hristi höfuðið þrákelkmslega.
Hún vildi ekki láta hræðast af hjátrú
hinna innfæddu og láta reka sig aftur
til Hilary Sterling.
„Ég myndi ckki fara afmr til hans,
þó að ég rataði", sagði hún. „Ég vil
heldur deyja hér í frumskóginum en að
snúa við. Þú getur farið heim afmr, ef
þú vilt, en ég efast um að þú ratir
gegnum skóginn".
Henni var alvara með það sem hún
sagði. Hún var ákveðin í að deyja held-
tir í frumskóginum en að snúa afmr
til Hilarys. Og hún varð með sjálfri sér
að játa, að líkurnar fyrir því, að hún
týndi lífinu í fmmskóginum, vom yf-
irgnæfandi miklar. Eini vonarneisti
hennai- var sá, að komast niður að sjó
og reyna að halda í sér lífinu þar, þang-
að til hún sæi skip, og gefa því þá
mcrki. Hilary hafði talað um að verzl-
unarskipið væri væntanlegt einhvern
næstu daga. Hún fór í huganum yfir
þær sögur, sem hún hafði lesið og heyrt
um skipbrotsmenn á eyðieyjum og til-
raunir þeirra til að vekja adiygli skipa
er framhjá sigldu. Hún reyndi að muna
eftir einni eða annarri aðferð, sem hún
gæti notað til að vekja á sér athygli
skipa.
„Við skulum. reyna að komast niður
að sjó, Rena“, sagði Joan, er hún hafði
klæðst aftur þurmm en óhreinum föt-
unum. „Þar getum við þó að minnsta
kosti verið í friði fyrir bannsettum skor-
dýrunum11.
,Ég vera alltof mikið hrædd“, sagði
Rena kjökrandi. „Ef þú ekki koma aft-
ur, mikli maður, húsbóndinn, drepa
mig og drekka blóð mitt, eða svartir
menn drepa þig og éta þig“.
„Farðu þá ein, ef þú vilt það heldur!"
sagði Joan ergileg, „Mér er alveg sama
hvað um mig verður. Ég vil bara í
burtu héðan“.
Hún hlustaði með athygli og fannst
hún heyra brimhljóð, en jafnskjótt og
hún hafði yfirgefið rjóðrið, lagðist hin
þreytandi kyrrð afmr yfir frumskóg-
inn. Rena elti hana kjökrandi, eins og
sært dýr. Allt í cinu grcip hún í hand-
legg Joan og hvíslaði dauðskelkuð, að
hún hefði séð citthvað hreyfa sig í
nágrenninu.
Joan skammaði hana óþolinmóð, en
smitaðist þó af hræðslu hennar og virt-
ist sem hún sæi eitthvað dökkt hreyfast
milli trjástofnanna skammt frá.
HEIMILISRITIÐ
57