Heimilisritið - 01.05.1951, Síða 20

Heimilisritið - 01.05.1951, Síða 20
Sjö tré og Ijósastaur ---------------------------------V Þessi sagd blaut fyrstu verðlaun í smásagnakeppni, sem ameríska tímaritiS „Seventeen“ efndi lil meðal unglinga. Höfundurinn er /5 ára stúlka og heitir Dorothea Fruchter. ,____________:___________________J HANN VAR hissa á að sjá stúlkuna, sem gekk á undan hon- um um kvöld. Það rigndi, og það var kalt regn. Hann hafði haldið, að hann myndi verða einn þarna uppi á hæðinni. Iíann liafði langað til að vera einn. Þá hafði hann séð stúlk- una, álúta og berhöfðaða, rangla hægt áfram í rigningunni. Svo hann hafði greikkað spor- ið, upp stíginn, í regninu. Og þegar hann nálgaðist stúlkuna, hægði hann á sér unz hann gekk við hlið hennar í takt, sein var taktur einmana fólks, sem ekki er að ganga neitt ákveðið. Stúlk- an sá, eða fann, að hann var þarna, en hún hélt áfram að stara niður á vota gangstéttina. Hann sagði: „Fara nokkuð sérstakt?“ „Nei. Ég er bara að ganga“. „Hefurðu nokkuð á móti því að ég gangi með þér?“ Ég segi: „Þetta er frjálst land“. Nei. Það segi ég ekki. Jæja þá, hvað segir maður? Hann segir: „Hefurðu á móti?“ Nú, hefurðu það? Ég hef ekk- ert á móti því. Jæja, segð'u það þá. Hvernig? Hvernig segirðu: „Ég er einmana“? Segðu: „Nei, ég hef ekkert á móti því“. Allt í la-gi, ég geri það. Jæja, segðu það þá. „Nei, ég hef ekkert á móti því“. Röddin var of há. Þú getur ekki ráðið við hana, þegar þú hefur hlustað svona lengi á regn- ið. Jæja þá, ofurlítið lægra næst. Einni áttund. Hann sagði: „Ég myndi bjóða þér regnhlífina mín, ef ég hefð'i hana“. „Ég er fegin að þú hefur enga. Mér fellur ekki við þær“. „Þykir þér gott að ganga svona í rigningu?“ „Nei, mér þykir það ekki gott“. 18 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.