Heimilisritið - 01.05.1951, Blaðsíða 20

Heimilisritið - 01.05.1951, Blaðsíða 20
Sjö tré og Ijósastaur ---------------------------------V Þessi sagd blaut fyrstu verðlaun í smásagnakeppni, sem ameríska tímaritiS „Seventeen“ efndi lil meðal unglinga. Höfundurinn er /5 ára stúlka og heitir Dorothea Fruchter. ,____________:___________________J HANN VAR hissa á að sjá stúlkuna, sem gekk á undan hon- um um kvöld. Það rigndi, og það var kalt regn. Hann hafði haldið, að hann myndi verða einn þarna uppi á hæðinni. Iíann liafði langað til að vera einn. Þá hafði hann séð stúlk- una, álúta og berhöfðaða, rangla hægt áfram í rigningunni. Svo hann hafði greikkað spor- ið, upp stíginn, í regninu. Og þegar hann nálgaðist stúlkuna, hægði hann á sér unz hann gekk við hlið hennar í takt, sein var taktur einmana fólks, sem ekki er að ganga neitt ákveðið. Stúlk- an sá, eða fann, að hann var þarna, en hún hélt áfram að stara niður á vota gangstéttina. Hann sagði: „Fara nokkuð sérstakt?“ „Nei. Ég er bara að ganga“. „Hefurðu nokkuð á móti því að ég gangi með þér?“ Ég segi: „Þetta er frjálst land“. Nei. Það segi ég ekki. Jæja þá, hvað segir maður? Hann segir: „Hefurðu á móti?“ Nú, hefurðu það? Ég hef ekk- ert á móti því. Jæja, segð'u það þá. Hvernig? Hvernig segirðu: „Ég er einmana“? Segðu: „Nei, ég hef ekkert á móti því“. Allt í la-gi, ég geri það. Jæja, segðu það þá. „Nei, ég hef ekkert á móti því“. Röddin var of há. Þú getur ekki ráðið við hana, þegar þú hefur hlustað svona lengi á regn- ið. Jæja þá, ofurlítið lægra næst. Einni áttund. Hann sagði: „Ég myndi bjóða þér regnhlífina mín, ef ég hefð'i hana“. „Ég er fegin að þú hefur enga. Mér fellur ekki við þær“. „Þykir þér gott að ganga svona í rigningu?“ „Nei, mér þykir það ekki gott“. 18 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.