Heimilisritið - 01.05.1951, Side 51

Heimilisritið - 01.05.1951, Side 51
Glcspir ágerast Greinarlzorn eftir Ferdinand Tuohy Auðugt ímyndunarafl er nýtízku leynivopn glæpa- manna. ÞETR SEM semja yfirlit eftir alþjóðalögregluskýrslum, hafa orðið varir við nýja stefnu með- al afbrotamanna. Skrár þeirra sýna, að ræningjar, þjófar, fjár- dráttarmenri, svikarar, eitur- lyfjasalar og falsarar — stór hluti fullorðinna afbrotamanna — sýna svo auð'ugt ímyndunar- afl, að frægustu söguhetjur glæpamannanna gætu verið hreyknar af. Sú ályktun virðist liggja beint við, að bágindi og siðspilling meðal millistétta og launamanna liafi lagt fylkingum afbrota- mannanna til nýja vitsmuni, sem notaðir eru til glæpaverka. Enginn venjulegur þjófur hefði fundið upp á að ræna úr Pasteurstofnuninni í París. Þjófarnir höfðu á brott með sér skjöl, sem höfðu inni að' halda leyndardóma vngingarblóð- vatns, sem rússneski læknirinn Bardack hafði rannsakað árum saman. Skömmu síðar kom „elexír“, svipaður að samsetn- ingu, á markaðinn. Þjófriaður á sokknum tundur- spilli i höfninni í Napoli vekur strax grun um svartamarkaðs- sölu, og það viðurkenndu líka hinir fjórir ákærðu fyrir réttin- um; þeir voru kafarar og höfðu farið' niður á kvöldin og nótt- unni í langan tíma og stolið tundurspillinum smátt og smátt. Það komst ekki upp um þá fvrr en þeir höfðu svo til lokið verk- inu. „Ivafarar stela tundurspilli“, var stór fyrirsögn í blöðunum á þeim tíma. Snúum okkur frá skipum til músa. Maður skyldi ekki halda, að það væri mikið upp úr mús- um að hafa. Og þó er það svo. Það fer allt eftir kynferðinu. Kvenmýs eru tuttugu sinnum meira virði en karlmýs, þegar þær eru aldar upp til afnota við líffræðilegar og læknisfræðilegar HEIMILISRITIÐ 49

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.