Heimilisritið - 01.06.1951, Side 5

Heimilisritið - 01.06.1951, Side 5
„Það getur verið að ég segi þér það síðar, — ekki núna. Það er of löng saga til þess.“ „Jæja — en nú legg ég á galeiðuna.11 Ég lagaði bindið og gekk að landgöngubrúnni. „Já, góða skemmtun — en varaðu þig á þeim spönsku, þær eru blóðheitar.11 Ég gretti mig framan í hann um leið og hann hvarf inn í messann. Svo hélt ég af stað til að skoða næturlíf borgarinnar. ÉG STAÐNÆMDIST aðeins við dyrnar og horfði yfir sal- inn. Loftið var mengað tó- baksreyk, vínlykt og þessum kynlega, suðræna ilm, sem ork- aði e. t. v. meira æsandi á blóð útlendingsins en dökkleitar stúlkurnar, sem gengu um og brostu tómlátlega við manni. Hljómsveit lék æpandi jazzlag, og hljómþýð, ofurlítið hás kven- rödd söng með. Ég náði í þjón, sem útvegaði mér borð og glas af vískí og sóda. Ég tók teyg af glasinu og kveikti í sígarettu. Fólkið þarna virtist vera af ólíkustu þjóðern- um, og ég hugsaði ósjálfrátt, að þetta væri tæplega heppilegur staður fyrir mann í minni stöðu. Ung, dökkhærð stúlka stað- næmdist við borðið, brosti og hreyfði mjaðmirnar eftir hljóð- falli lagsins. Ég ætlaði að bjóða henni sæti, er mjúk alt- rödd sagði á góðri ensku að baki mér: „Afsakið, þetta er minn herra.“ Ég leit við, undrandi. Á bak við mig stóð hávaxin stúlka. Hún var klædd svörtum, síðum kjól, sem sýndi vel girnilegan vöxt hennar og náði rétt nógu hátt til að hylja þrýstin brjóst- in. Þykkt, Ijóst hár hrundi um axlir hennar, og augun voru ofurlítið sljóvguð af víni. Hún settist án þess að biðja leyfis, tók sígarettu upp úr litlu veski og stakk henni í langt, svart munnstykki. Hún blés reyknum frá sér og sagði síðan rólega: „Þú ert íslendingur —, ekki rétt?“ Undrun mín óx. „Hvernig vit- ið þér það?“ Hún gaf þjóni bendingu, og hann færði henni glas, sem var fyllt rauðleitri víntegund, sem ég þekkti ekki. Hún dreypti að- eins á því, áður en hún svar- aði. „Ég þekki þetta merki of vel til þess að mér geti skjátlazt.“ Hún benti á merki skipafélags- ins, sem var fest í jakkabarm minn. Svo sagði hún allt í einu á íslenzku: „Ég er íslendingur líka.“ Þrátt fyrir vaxandi undrun HEIMILISRITIÐ 3

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.