Heimilisritið - 01.06.1951, Qupperneq 6

Heimilisritið - 01.06.1951, Qupperneq 6
mína, rétti ég henni höndina. „Sverrir Ólafsson.“ „Miriam.“ „Það er ekki íslenzkt nafn,“ sagði ég hikandi. Ég vissi ekki hvernig ég átti að brjóta upp á samtali við þesSa stúlku, sem ég átti sízt af öllu von á að hitta hér. Hún dreypti aftur á glasinu — öllu meira en áður. „Ég er kölluð það héma.“ „En þitt rétta nafn —?“ Snöggvast kom hörkusvipur á fallegt andlit hennar, svo sagði hún hægt: „Ég kæri mig ekki um að nota það hér.“ Hún kinkaði kolli í áttina til hljóm- sveitarinnar. „Ég syng og dansa hérna —. Þú skilur — ég hef ofurlitla sómatilfinningu ennþá, og ég vil eiga nafn mitt óflekk- að. Það er oft það eina sem maður á.“ Ég kinkaði kolli, og drakk út úr glasinu. „Segðu mér — hvernig stend- ur á að þú ert hér?“ Hún lék sér að munnstykk- inu. „Hvernig? Tilviljun — að- eins tilviljun,“ sagði hún kæru- leysislega, um leið og hún gaf þjóninum bendingu um að fylla glas sitt að nýju. „Annars er ég orðin þreytt á Spáni.“ „Af hverju reynirðu þá ekki að komast heim?“ „Heim?“ Augnarráð hennar var fjarrænt. „Ég veit ekki hvort það er nokkuð „heim“ til fyrir mig lengur. Ég er hluti af þessu umhverfi, nú orðið. Það er of seint að snúa við úr því sem komið er.“ Ég tók um granna hönd henn- ar, sem lá á borðinu. „Það er aldrei of seint, Miri- am.“ „Fyrir mig. ... Þú sérð hvern- ig ég er orðin. ...“ Dökkhærður, hörkulegur maður kom að borðinu og sagði eitthvað á spænsku, og Miriam kinkaði þreytulega kolli. „Þú afsakar augnablik — ef ég má þá koma aftur.“ „Auðvitað.“ Hún stóð upp og greip glasið um leið, drakk út úr því í ein- um teyg og gekk síðan að hljómsveitarpallinum. Þegar hún dansaði framhjá litlu síðar og söng hæglátt, spánskt danslag, voru augun hálflukt, og bros hennar og hreyfingar eggjandi —. Ég dreypti á glasinu mínu, fékk mér nýja sígarettu, og bauð henni að reykja þegar hún kom aftur. Andlit hennar var þreytulegt, og þjónn fyllti glas- ið eftir merki hennar. „Svona er það alltaf —, alltaf það sama.“ Hún drakk úr hálfu glasinu í einu, og sogaði djúpt að sér sígarettureykinn. 4 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.