Heimilisritið - 01.06.1951, Síða 7
„Viltu dansa við mig, Mir-
iam?“
»Já.“
Ég lyfti glasinu.
„Skál.“
„Skál, Sverrir.”
Um leið og ég stóð á fætur,
veitti ég því athygli að hún
hafði drukkið glasið í botn.
Við dönsuðum af stað. Ég
fann grannan, ögrandi líkama
hennar í örmum mínum, og leit
framan í hana. Fallegt andlit,
sem var mikið málað og farið
að fá merki þess lífernis er hún
lifði. Hún leit upp og augu okk-
ar mættust. Augu hennar voru
fallega blá, en sljóvguð af vín-
inu. Hún brosti, og ég þrýsti
henni þéttar að mér.
„Eigum við að koma út?“
Hún kinkaði kolli, og við
gengum að borðinu. Ég settist
og beið, meðan hún talaði við
dökkhærða manninn, Svo kom
hún aftur, og hafði fleygt
svartri loðkápu yfir axlirnar, og
ég sá þegar, að skinnið var ekta.
VIÐ GENGUM út í kalda,
kyrra nóttina, og það fór ofur-
lítill hrollur um hana.
Ég stakk hendinni undir arm
hennar. „Viltu koma um borð?“
„Nei, Sverrir. Þú skilur, að
ég vil síður fara um borð í ís-
lenzkt skip. Auk þess á ég
heima skammt héðan.“
Litlu síðar staðnæmdumst við
fyrir framan stórt hús. Hún
opnaði með lykli, og við geng-
um inn í íbúð hennar. Ég var
undrandi yfir því hve vel hún
bjó. Húsgögnin voru smekkleg
og augsýnilega mjög vönduð,
en það voru hvergi myndir eða
neitt annað, sem gat gefið í
skyn hver hún væri.
Hún gekk inn í svefnherberg-
ið, og kom augnabliki síðar, í-
klædd hvítum morgunslopp,
með flösku og tvö glös. Hún
hellti 1 glösin og settist við hlið
mína í sófann.
„Skál, Sverrir.“
„Skál, Miriam."
Ég dreypti á glasinu. Það var
sama tegundin og hún hafði
drukkið fyrr um kveldið, og
bragðið var sætt en rammt.
„Þú ert hissa á því, hvað ég
hef það gott,“ sagði hún og
kveikti sér í sígarettu. Hún blés
reyknum frá sér og horfði á
mynd sína í stórum spegli. „Það
er ekki vandi á meðan —.“ Hún
hikaði skyndilega — og bætti
svo snöggt við: „Á meðan mað-
ur hefur fallegan vöxt, og and-
litið er sæmilegt." Hún lét glas-
ið á borð við hlið sér, og um
leið féll sloppurinn út af ann-
arri öxl hennar. Húð hennar
var hvít og mjúk.
„Miriam.“
Ég laut fram, og varir okk-
HEIMILISRITIÐ
5