Heimilisritið - 01.06.1951, Side 10
með barni.“ Ásbjörn þagnaði
snöggvast, og kveikti sér í síg-
arettu. Þegar hann hélt áfram,
var rödd hans lág, qg mér virt-
ist hann tæplega vita af mér
lengur.
„Ég veit ekki hvað að mér
gekk, en ég gat ekki afborið að
vita ekki hið sanna um, hvor
okkar væri faðir að baminu.
Ég taldi hana á að fara til
læknis, sem — já, þú veizt hvað
ég á við. Við ákváðum að láta
sem ekkert hefði skeð, en upp
úr þessu veiktist hún, og Viggó
komst að hinu sanna. Okkur
lenti saman og hann ásakaði
mig fyrir ræfilshátt, og ég barði
hann niður. Síðan fór ég til
hennar — ásakaði hana fyrir að
hafa sagt frá, og þá var það
að hún svaraði því til, hvort ég
væri þá ekki sá maður að geta
staðið fyrir gerðum mínum —,
og ég sló hana utanundir. Ég
held að allt mitt líf muni ég
ekki gleyma, hvernig hún leit
á mig þá. Það er sú dýpsta ör-
vænting, sem ég hef séð 1
nokkrum augum. En ég vissi
ekki þá, hvað ég var að gera.
Hún tók af sér hringinn og
fór þegjandi og hljóðlaust, og
fyrst nokkrum dögum síðar, er
ég sá hana ölvaða á miður
heppilegum stað, skildist mér
hve illa ég hafði komið fram.
Og ég fann líka að ég elskaði
hana ennþá.
Daginn eftir fór ég heim til
hennar. Þá var hún farin. Hún
hafði farið til útlanda með þýzk-
um hljómlistarmanni. Síðar
frétti ég í Hamborg, að þau
hefðu gifzt, en skilið eftir stutta
sambúð, vegna þess hvað hún
drakk mikið. Ég skrifaði henni
og bað hana að koma til mín
aftur, en fékk aðeins stutt svar:
Það er of seint að snúa við —.
Nú veit ég aðeins, að hún er
einhversstaðar fyrir sunnan
Biskaya —.“
Hann þagnaði, og ósjálfrátt
krepptist hönd mín um nistið,
sem lá í vasa mínum. Hann leit
snöggt á mig og sagði svo kæru-
leysislega:
„Jæja, en við skulum sleppa
þessu — það var ekki falleg
saga. Láttu mig nú heyra ævin-
týrið þitt.“
Ég leit beint í augu hans um
leið og ég rétti honum nistið.
„Þú hefur það hérna, Ás-
björn.“
Hann hrökk við.
„Hvar fékkstu þetta?“
„Hjá henni — núna. Hún bað
mig að koma því til rétts eig-
anda, ef ég uppgötvaði síðar
hver hún væri.“
Við horfðum báðir á mynd-
irnar 1 nistinu. Önnur var eins
og sú, sem Ásbjörn átti, bara
minni — hin var augnabliks-
8
HEIMILISRITIÐ