Heimilisritið - 01.06.1951, Side 13

Heimilisritið - 01.06.1951, Side 13
ir að fræða börnin í þessari grein, þau taka saman erindi um æxlun blóma, kúa, lmnda og katta — en forðast að minnast beinlínis á mömmu og pabba i þessu sambandi. Lítil telpa hlustaði með þol- inmæði á einn þessara fyrir- lestra. Hún hlustað'i — að því er virtist — með athygli á móð- ur sína. Þegar fyrirlesturinn hafði haldist í 15 mínútur, greip barnið fram í: „Mamma, hvers vegna hreyfist bara neðri kjálk- inn á þér, þegar þú talar?“ Sannleikurinn er vitanlega sá, að kynferðismál eru ekki eins heillandi fyrir börn og foreldr- um hættir til að halda. Sem um- ræðuefni er það alls ekki sam- keppnisfært við baunabyssur, brúður, hunda og ketti. Auk þess er börnum ekki gefið að einbeita huganum að' sama efni nema fá- einar mínútur í einu. Þau eru engu færari um að taka á móti löngu erindi um æxlunarlíffræði mannsins, en þau myndu vera um að gleypa í sig vísindalegan fyrirlestur um stjarneðlisfræði. I fyrsta lagi eru börn á viss- an hátt hlutlaus kynferðislega. Lesandinn hefur ef til vill heyrt söguna um börnin tvö, sem voru nakin í fjörunni. Þriðja barnið fór þar fram hjá, einnig nakið. Litli drengurinn spurði: „Hvern- ig ferðu að vita, hvort það er drengur eða telpa?“ „En þú vit- laus“, svarað'i telpan, „það er ekki liægt fyrr en hann er kom- inn í fötin“. Börn langar ekki í langdregn- ar skýringar á málefni, sem þau hafa lítinn áhuga á. I þeirra augum er „Hvaðan kom ég“ ekkert. mikilvægara en „Af hverju rignir?“ eða „Því gelta hundar?“ Það, sem sex ára barn vill, er einfalt svar. „Þú komst innan úr móður þinni“. Það lætur sér þessa fræðslu lynda, eins og aðra fróðleiksmola. Það kærir sig ekkert um langar útskýring- ar, enda færu þær fyrir ofan garð og neðan, hvort sem væri. Ef börnum er látið í té of mik- ið af flókinni fræðslu um þessi mál, getur það' orðið til að trufla sálarlegt jafnvægi þeirra. Barnasálfræðingar liafa komizt að þeirri niðurstöðu, að mörg- um viðkvæmum börnum hrýs hugur við þeirri hugsun, að þau hafi verið lokuð inni í móðurlífi. Þau líkja því við að vera lokuð inni í dimmum skáp. Onnur verða svo altekin af hugsuninni, að þau vilja tæta allt sundur — t. d. úr og leikföng — til þess að' skyggnast innan í hlutina. Þetta er vottur um lineigð þeirra til að skyggnast innan í móðurina — og ef til vill tortíma því lífi, sem þar kynni að leynast, og HEIMILISRITIÐ 11

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.