Heimilisritið - 01.06.1951, Síða 15
Það er hyggilegast að nota
blátt áfram orðalag, en ekki
tæpitungu. Og umfram allt ekki
hlæja, hversu fráleitar sem
spurningar barnsins eru. „Fædd-
ist ég ber?“ „Gæti ég átt kett-
linga í staðinn fyrir börn?“
Barnið er ekki að' reyna að vera
fyndið. Það spyr í hjartans ein-
lægni og á heimtingu á hrein-
skilnum svörum.
Spumingar barnanna geta
virzt erfiðari eftir því sem á líð-
ur. „Hvernig komst ég út?“ Af
góðum og gildum ástæðum setja
börn iðtahreyfingar í samband
við þessa spumingu. Onnur láta
sér detta í hug munninn eða
naflann. Enn er einfaldasta svar-
ið það bezta. „Mamma þín hef-
ur op, sem börn koma út um.
Það er milli fótanna á henni“.
Þar sem börn tengja fæðingu
næstum ætíð við útferð úr-
gangsefna, er rétt að benda þeim
á, að fæðingargögn séu annað
en þvagrás.
Næsta spurningin er næstum
ætíð: „Hvernig komst ég inn í
þig?“ Það' er óþarfi að svara
þessu með langdregnum skýr-
ingum á líffærum og frjóvgun.
En nú er komið að því að minn-
ast á hlutverk föðurins í æxlun-
inni. Allt til þessa hefur hann
ekki komið við sögu. I sem ein-
földustum orðum ætti þá að
skýra frá egg- og sæðissellum.
HEIMILISRITIÐ
Barnafræðslusamband Ame-
ríku hefur gefið út ágætan bæk-
ling: „Þegar börn spyrja um
kynlíf“. Þar er haldið fram, að
ekki sé erfitt að' skýra hlutverk
föðurins — hafi fyrri spurning-
um verið svarað á heiðarlegan
hátt.
„Þú getur sagt“, segir í bæk-
lingnum, „að faðirinn láti litlar
sellur, nefndar sæði, inn í lík-
ama móðurinnar, þar sem þær
sameinast annarri sellu, sem
nefnist egg. Þetta frjóvgaða egg
vex svo, unz það verður að
barni. Sæðið kemur út um getn-
að'arlim föðurins, og er dælt inn
í leggöng móðurinnar. Það er
kallað samfarir“.
Þetta virðist ef til vill snubb-
óttar skýringar. En börn kunna
snubbóttum skýringum bezt.
Nákvæmar útskýringar mega
bíða þar til seinna.
Er rétt að blanda öðrum líf-
verum í skýringarnar? Við því
er ekkert almennt svar. Barnið
langar ekki til að vita um fiðr-
ildi — ef svo væri, myndi það
spyrja um þau. Það langar að
vita um fólk. og sér i lagi nýja
barnið' í næstu íbúð. En þó er
ekki á móti því, að segja barn-
inu, að læður, kýr og konur eigi
allar börn sín mjög á sama hátt.
Það vikkar sjónarsvið þess og
veitir því skilning á veröldinni,
sem það lifir í, og samræminu
13