Heimilisritið - 01.06.1951, Síða 16
í sköpunarverkinu.
Stundum hafa foreldrar á-
hyggjur af því, að barnið spyr
aldrei um neitt varðandi kyn-
ferðismál. Þá má ganga að því
vísu, að einhver annar hefur
sagt barninu, að ekki væri orð
hafandi á slíkum málum. Barn-
ið skortir ekki forvitni, heldur
hugrekki til að spyrja foreldra
sína. Þá er það foreldranna að
bæta úr. En varast skyldi alla
fræðslufyrirlestra.
Bezta aðferðin er að minnast
á málið við fyrsta tækifæri:
„Veiztu, að það er fætt nýtt
barn í næsta húsi?“ eða „Viss-
irðu, að kisa ætlaði að fara að
eiga kettlinga?“ Svona nokkuð
getur gengið sem byrjun, síðan
koma spurningarnar af sjálfu
sér.
Þegar svo er komið, er rétt
að leiðrétta misskilning, sem
safnazt hefur fyrir. Foreldrið
spyr: „Hvernig heldur þú, að
kettlingar fæðist?“ Eða: „Hvað
hélztu, þegar þú varst yngri?“
Astæðan til þessa er augljós.
Sex ára barn viðurkennir fús-
lega, að fimm ára vesalingur
geri sér heldur bjánalegar hug-
myridir. Með því að segja, hvað
hann hélt áður, forðar hann sér
frá vandræðum, ef hugmyndir
hans skyldu vera fjarri lagi.
Hann þarf ekki að játa, að hann
trúi enn þessum bjánalegu sög-
um. Þegar búið er að brjóta ís-
inn, heldur barnið áfram að
koma til foreldra sinna með þær
spurningar, sem fyrir koma.
Ættu feð'ur að svara spurn-
ingum drengja, og mæður spurn-
ingum dætra? Hvort foreldrið
sem spurt er, ætti að svara. Og
það er bezt, að spurningarnar
séu lagðar fyrir þau í samein- -
ingu. Það gefur barninu þá hug-
mynd, að kynferðismál séu eðli-
legt umræðuefni, og kemur í veg
fyrir þá skoðun, að nokkuð sé
óhreint í sambandi föð'ur og
móður.
Seinna á ævinni ber auðvitað
ýmis vandamál á góma. Ung-
lingsstúlkur koma auðvitað til
mæðra sinna, er þær byrja að
hafa tíðir.
Það, sem hér hefur verið drep-
ið á, miðast við að draga sem
mest úr því hugarangri, sem
börnum hættir svo til í sam-
bandi við kynlífið. Spurningum
barnanna á að svara hreinskiln-
islega. Ef sérhverri er svarað,
um leið og hana ber á góma —
svarað' stutt og laggott — öðl-
ast barnið smám saman rétta
mynd af æxlunarstarfinu. Það
verður aldrei til að valda skelf-
ingu og misskilningi. Æxlunar-
starfsemin verður í áugum þess
eðlileg lífshræring — eins og
náttúran ætlast til.
ENDIR
14
HEIMILISRITIÐ