Heimilisritið - 01.06.1951, Page 20

Heimilisritið - 01.06.1951, Page 20
Shannon lÖgregluþjónn hafði ekki getað fyrirgefið dóttur sinni þetta. En hann hafði aldrei komizt að því, hver mað- ur Eósu var í raun og veru. Jafnvel þegar hún flúði burt, skelfingu lostin, var hann viss um, að hún hefði ekki komið upp um hann. Þau höfðu verið gift í eitt ár, þegar hana tók að gruna hvers kyns væri. Rósa gat ekki skilið, að Terry þyrfti að vera svo mikið úti um nætur. En jafnvel eftir að hana tók að gruna margt, hafði hún haldið tryggð við hann — vegna drengsins. Svo var það nótt eina, þeg- ar drengurinn var um hálfs árs gamall, að Terry kom heim all- slompaður. Honum hafði mis- tekizt „gróðabragð“, og eins og oft áður hafði hann leitað hugg- unar hjá flöskunni með félög- um sínum. Hann staulaðist heim, illa á sig kominn. Rósa var háttuð. Þegar hann slagaði inn í herbergið, vaknaði hún. „Ert það þú, Terry?“ spurði hún. Hann tautaði eitthvað. Hún sá strax, hvernig hann var á sig kominn. „Þú hefur drukkið, enn einu sinni!“ sagði hún ásakandi. „Hvar hefurðu verið? Klukkan er tvö.“ Terry varð gramt í geði. Hann bölvaði. „Má maður ekki koma heim klukkan tvö, án þess að fá skammir?“ þruglaði hann og velti um stól. „Hvað kemur þér við, hvar ég hef verið!“ „Terry!“ ,,Þú heyrir, hvað ég segi!“ Terry var fullur og stóð á sama um allt. „Það væri dálaglegt, ef maður ætti —“ ,,Terry,“ greip Rósa fram í, ,hlustaðu á mig. Það kom mað- ur héma í dag — lögreglumað- ur —“ „Snuðrari,“ Terry hætti að slaga um herbergið. „Hvað vildi hann?“ „Hann sagði, að — drottinn minn góður, Terry!“ Augu Rósu voru hræðilega ásakandi. „Hann kallaði þig glæpamann — og hann sagði, að ég væri glæpa- mannskona.“ Terry hafði stanzað í hinum enda herbergisins, og augu hans urðu allt í einu stálhörð. Svip- urinn bar vott um bæði hatur og ótta. „Snuðrari!“ sagði hann. „Og hann kallaði manninn þinn glæpamann — og þig glæpa- mannskonu! Hvað sagðir þú við því?“ „Terry — Terry!“ „Hvað sagðir þú?“ 18 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.