Heimilisritið - 01.06.1951, Qupperneq 21
Rósa svaraði lágt og með titr-
andi rödd:
„Ég sagðist ekki vita neitt
um það.“
Barnið vaknaði og byrjaði að
gráta í vöggunni. Terry slagaði
að rúminu, þar sem konan lá,
og laut ógnandi niður að henni.
Áfengisvíman gerði hann skeyt-
ingarlausan um allt.
„Taktu nú eftir,“ sagði hann,
„þessi snuðrari hafði rétt fyrir
sér. Ég er glæpamaður og þú
ert glæpamannskona. Skilurðu
það? Þú ert gift glæpamanni.
Og ef þessi náungi kemur aftur
til að snuðra, þá heldurðu þér
saman, skilurðu það? Eða á ég
að —"
Barnið grét enn hærra en
áður, og Terry sneri sér við
gramur. Frá sér af ofsa greip
hann mjólkurflösku af borðinu
og hóf hana á loft. Óp Rósu
blandaðist brothljóðinu, þegar
hann fleygði frá sér flöskunni
af öllu afli.
Hann hafði einungis í hyggju
að láta.í ljós gremju sína með
því að mölva flöskuna á veggn-
um. En hann varð þegar næst-
um algáður, er hann tók eftir
grunsamlegri þögn frá vögg-
unni. Rósa spratt snöktandi
fram úr rúminu og að vögg-
unni. Terry laut niður að henni
— hann stóð á öndinni.
Hún reis upp og leit á hann.
„Þú hefur drepið hann!“ sagði
hún með óhugnanlegri ró. „Þú
hefur drepið barnið mitt.“
GLERBROT hafði lent á enni
barnsins. Hann sá blóðið renna
niður hvítt andlit drengsins —
hann starði á lokuð augu hans
og fíngerð augnhárin fyrir of-
an mjúkar kinnarnar. Það fór
um hann krampakenndur
skjálfti.
„Nei!“ hrópaði hann. „Hann
er ekki dáinn, Rósa. Það er
ekkert alvarlegt. Nú skal ég
hlaupa eftir lækni. Gættu hans
bara — á meðan.“
Hann hljóp eftir lækni, sem
kom að vörmu spori. Hann
hafði rétt fyrir sér. Barnið var
ekki hættulega meitt. Aðeins
svöðusár, sagði læknirinn.
Hann saumaði það saman. Það
var engin hætta á ferðum.
Þegar snáðinn var sofnaður
í vöggu sinni — það var tekið
að birta af degi — íhugaði
Terry taflstöðuna. Já, einmitt
— snuðrararnir voru þá á hnot-
skóg eftir honum! Sei, sei! Og
Rósa vissi hvers kyns var. Hann
fór út til að hugsa málið nán-
ar.
Þegar hann kom aftur eftir
nokkra klukkutíma, var Rósa
farin. Það kom honum ekki á
óvart. Þó hann hefði ekki bein-
línis séð það fyrir. Vaggan var
HEIMILISRITIÐ
1!)