Heimilisritið - 01.06.1951, Page 29
Það var stúlkart hans
Örstutt smásaga eftir Josef Robert Harrer
ÉG STÓÐ niðri á torgi og
var að bíða eftir strætisvagnin-
um mínum, þegar Fritz kom ask-
vaðandi. Hann sá mig og kall-
aði:
„Hæ, Róbert, þetta var
heppni! Þú verður að gera mér
greiða. Vonandi hefurðu tíma“.
„Ég lief alltaf tíma afgangs
handa þér. Hvað er að?“
„Eiginlega er það indæll greiði,
að því er þig snertir, sem ég
ætla að biðja þig um. Ég á að
hitta dásamlega stúlku“.
„Er hún falleg?“
„Já, áreiðanlega. Eg þekki
hana að vísu ekki ennþá. Við
komumst í samband gegnum
auglýsingu, sem ég lét í eitt dag-
blaðið. Satt að segja auglýsti ég
eftir að kynnast stúlku, sem ég
gæti farið' með í kvikmyndahús,
leikhús, ferðalög o. s. frv. — Eft-
ir fáeinar mínútur ráðgerðum
\ ið að hittast í fyrsta sinn í veit-
ingastofunni „Dúfan“.
„Ég skil. Og nú á ég að fara
og afsaka, að þú getur ekki kom-
ið eins og ákveðið var“.
„Nei, Róbert. Þú átt að fara
í staðinn fyrir mig“.
„A ég að fara í staðinn fyrir
þig? Nú skil ég ekki. Hvernig
er fyrst hægt að' afla sér nýrrar
kunningjakonu og senda svo
annan í sinn stað? Er eitthvað
að óttast?“
„Ertu svona skilningssljór?
Þessi ókunna stúlka hefur enga
þýðingu fyrir mig lengur. Ég hef
nefnilega kynnzt annarri núna á
leiðinni í veitingahúsið — alveg
óumræðilegri stúlku. Hún sat í
strætisvagninum, beint fyrir
framan mig. Hún var með löng,
svört bráhár, lítið andlit, kyssi-
legan munn og líkamsvöxturinn
var alveg óaðfinnanlegur. Skil-
urðu nú, að ég hef engan áhuga
á hinni, sem ég hef aldrei séð?
. . . Ég ávarpaði fögru stúlkuna
í strætisvagninum. Hún missti
hanzkann sinn af tilviljun, og ég
var eklvi seinn á mér að rétta
henni hann. . . . Við ætlum að
hittast eftir hálftíma fyrir fram-
an Grand Bíó. Hún þarf fyrst
að gera eitthvað. Á meðan ætla
HEIMILISRITIÐ
27