Heimilisritið - 01.06.1951, Side 30

Heimilisritið - 01.06.1951, Side 30
ég að útvega aðgöngumiða og sælgæti . . . og þú! Nei — mikið líður tíminn fljótt“. „Allt í lagi Fritz. Eg skal gera þetta fyrir þig. Hvernig á ég að þekkja stúlkuna?“ „Já, það er rétt. Stúlkan, sem bíður í kaffihúsinu Dúfan, held- ur á skræpóttum vasaklút. X>ú átt að liafa þessa grænu bók í hendinni. Þá þekkið þið hvort annað“. „Og um hvað á ég að tala við hana? Hvernig á ég að hegða mér, Fritz?“ „Segðu og gerðu það sem þú vilt. Eg læt þér stúlkuna alveg eftir. Og þakka þér svo kær- lega“. Hann var þotinn. Ég hélt beinustu leið í veitingastofuna „Dúfan“, sem var skammt þaðan. Eg sá stúlkuna sitja við glugga- borð með vasaklútinn í annarri hendinni. Og hún var ekki af verri endanum, heldur falleg, ó- venjulega falleg. Eg lét bera á grænu bókinni. Hún kinkaði kolli brosandi. Eg gekk til henn- ar og kyssti hina mjúku og litlu hönd hennar. „Þá get ég stungið þessum hræðilega vasaklút niður“, sagði hún, um leið og hún lét klútinn í töskuna sína. „Eg var alveg í þessu að taka hann upp. — Er- uð þér annars vanur að auglýsa eftir vinkonum?“ „Aldrei, það geri ég aldrei nokkurn tíma“. „Þá hefur þetta víst verið í fyrsta skipti?“ spurði hún bros- andi. „Já, fyrsta tilraunin, og sýni- lega vel heppnuð“. Já, mér geðjaðist vel að henni. Eg ætlaði mér ekki að minnast einu orði á þessa aðdáanlegu stúlku við Fritz. Skelfing hafði hann verið gi-unnhygginn. Hann leit ekki einu sinni á hana, en eltist við þá fyrstu og beztu, sem hann kynntist af hendingu í strætisvagni. „Eg heiti Irma. Eg hefði ekk- ert á móti því að við færum í bíó“. Skyndilega vaknaði kímni- gáfa mín. Mig langað'i til þess að sýna vini mínum það svart á hvítu, nú þegar, hvílíkri gæfu og dásemd hann hafði kastað frá sér. „Eigum við' eklci að koma í Grand Bíó?“ spurði ég. En Irma hló. „Nei, ekki þang- að. Það bíður nefnilega uppá- þrengjandi maður eftir mér fyr- ir framan Grand Bíó. Það er maður, sem ávarpaði mig í strætisvagni áðan. Eg losnaði ekki við hann nema ég lofaði honum að hitta hann þar núna á eftir“. EN'DIR 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.