Heimilisritið - 01.06.1951, Side 36

Heimilisritið - 01.06.1951, Side 36
úr höndum mannsins, sem varð gjörsamlega höggdofa yfir þess- ari óvæntu árás, og laust honum af miklu afli á herðar hans. Eig- inlega hafði hann ætlað sér að láta hann hafna á höfðinu á hon- um, en honum kom það á síð- asta augnabliki til hugar, að það myndi að öllum líkindum jafngildi morði, og breytti því um stefnu í tíma. Arabinn hent- ist upp í loftið, æpandi af kvöl- um og hræð'slu, sleppti fóraar- dýri sínu og þaut út í slíkum ofboðsflýti, að hann hrinti Les- lie um koll í leiðinni. Dálítið ruglaður reis -Leslie á fætur og burstaði mesta rykið af sér. Gamli maðurinn hafði einnig skriðið á fætur. Ennþá greip hann andann á lofti, en málbeinið var þegar að fullu komið' í samt lag aftur. Hann umfaðmaði Leslie og sagði feikn- arlega margt og mikið á ör- skammri stundu. Leslie skildi ekki eitt einasta orð af því, sem hann babblaði, en það hlaut að vera einhver þakklætisromsa. Þess vegna kinkaði hann kolli, brosti og yppti öxlum, eins og það væri daglegt brauð fyrir hann að bjarga fólki úr lífsháska, sem það á hinn bóginn engan veginn var. „English“, sagði hann að lok- um, þegar orðaflóð gamla mannsins virtist vera óstöðv- andi. Gamli maðurinn hugsaði sig um með erfiðismunum. Því næst mælti hann á hræðilegri ensku og af tryllingslegum á- kafa: „Englendingar gott fólk! Eg þakka þúsund sinnum“. „Oh-o, ekkert að þakka“, svaraði Leslie hæversklega. „Mér þykir vænt um að hafa getað hjálpað yður“. Hann litað'ist fondtnislega um í lierberginu. Nú, þegar þetta var afstaðið, var hann öldungis yfir sig hissa á sjálfum sér. Að blanda sér í áflog var eðlisfari lians svo víðs framandi. Hann var þekktur að því að vera afar hæverskur og hlédrægur ungur maður, er vogaði sér aldrei fram í fylkingarbrjóst. En þessi átök og hinn skyndilegi sigur hans, hafði vakið eitthvað í brjósti hans. Hann tók að öðlast sjálfs- traust. Gamli maðúrinn tjáði honum á sinni hræðilegu ensku, að mað- urinn, sem hafði ráðizt á hann, væri þjófur, ræningi og bófi, og að ef Leslie hefði ekki skorizt í leikinn, þá hefði liann rænt öll- um peningunum hans. Hvort hinn tigni herra vildi gera sér gott af einum kaffibolla í hans fátæklega húsi? Leslie kinkaði kolli. Honurn 34 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.