Heimilisritið - 01.06.1951, Page 41

Heimilisritið - 01.06.1951, Page 41
jafn hamingjusamur. Á hverjum degi uppgötvaði hann nýja og guðdómlega eiginleika hjá Daphne. Þegar allt kom til alls, þá hafði hann í rauninni ekki haft svo ákaflega mikla trú á töfragrip gamla Arabans. En hann hafði að vísu gefið honum þá uppörfun, sem hann hafði þurft með — og hann hafði hrif- ið. Hann, Leslie, er var næstum frægur fyrir hæversku og hlé- drægni, var heitbundinn Daphne, fegurstu stúlkunni í veröldinni og dóttur húsbónd- ans. „PABBI gerir þig að sölu- stjórá, þegar við komum heim“, sagði Daphne dag nokkurn, þeg- ar þau sátu á þilfarinu og virtu Gibraltar fyrir sér, sem varpaði daufum skugga út yfir litlu bár- urnar, sem risu fram undan. „Hann hefur oft sagt við mig, að þú værir ágætur, bara ef þú fengir meira sjálfstraust“. „Sjálfstraust —!“ „Já, einmitt sjálfstraust! Þú verður að viðurkenna, að þú varst ekki ofhlaðinn þeirri vöru um tíma. En allt í einu brevtt- istu gjörsamlega! Kvöldið góða í Alexandríu vantaði þig hreipt ekki sjálfstraust. Þú tókst mig með áhlaupi — ég fékk yfirleitt ekki hið minnsta tækifæri til þess að segja nei“. „Hm — já, ég breyttist kannske . dálítið' þá“, tautaði Leslie. „Eg verð víst að hafa gát á þér, Leslie, eftir þetta“, sagði Daphne hlæjandi, „það er að- eins hálftími síðan ég sá frú Hutchins gefa þér auga eins og hún ætlaði að gleypa þig lif- andi“. Leslie hrökk við. Frú Hut- chins var einmitt „týpan“ — káta ekkjan — það er venjan, að það sé að minnsta kosti ein slík á sérhverju skemmtiferð'a- lagi. ILún hafði alltaf verið ákaf- lega forvitin um ævintýri Les- lies í Alexandríu, og fyrir nokkr- um dögum hafði henni tekizt með hálfgerðu ofbeldi að fá að sjá töfragripinn. Það fór hrollur um Leslie. Hann sá hin hræðilegu vanda- mál í anda. Það var ekki að ástæðulausu að sá gamli í Alex- andríu hafði varað hann við —! Hugsa sér, ef frú Hutchins væri nú orðið frá sér af ást til hans! „Það er víst bezt að ég fleygi þessum verndargrip fyrir borð“, mumlaði hann, — „þá er ég laus við liann! Já, sérðu til, Daphne, ég trúi ekki baun á slíkt slúð- (( ur . . . „Það geri ég heldur ekki“, sagði hún og það var gáskafullt tillit í augum hennar. „Og ég hef gildari ástæður til vantrúar- HEIMILISRITIÐ 39

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.