Heimilisritið - 01.06.1951, Page 43

Heimilisritið - 01.06.1951, Page 43
r Hvað dreymdi þig í nótt? Ytarlegar d?~autna?'áðningar DYFING. — Ef þig dreymir að þú farir með höfuðið undir vatnsyfirborð, er það þér venjulega fyrirboði um hjúskaparstofnun innan árs. Sé dreymandinn þegar giftur er draumurinn fyrir slæmu, oft veikindum. DYR. — Að berja að dyrum og ganga rakleiðis inn er góður draumur. Að halda sig vera lokaðan úti: hartfólgið áhugamál misheppnast. Sjá brenndar eða brotnar dyr: veikindi eða dauði í húsi því. Hurðar- lausar dyr: erfið og óviss framtíð. Ógiftum-getur það boðað gift- ingu, að dreyma sig vera að mála hurð. Berja á læstar dyr: kröggur. Koma að opnum dyrum: gifturík framtíð. DYR. — Flest dýr, einkum hundar, merkja vini í draumi. Sjá dýr hlaupa: óvæntar fréttir. Heyra dýr tala: sorg. Hvað einstakt dýr varðar vís- ast til tegundaheita þeirra. Ef þig dreymir, að þú sjáir mörg dýr af ýmsum tegundum, muntu þurfa að vinna mikið og strita um dag- ana, en þér mun um sfðir hlotnast friður og öryggi. DYRLINGUR. — Að dreyma dýrling er fyrir áhyggjulausu og farsælu lífi. Þó getur það boðað hættu, ef mann dreymir að hann biðjist fyrir framan við Maríulíkneskju. DÆLA. — Dreymi þig að þú sért að dæla hreinu vatni, er það góður fyrirboði, einkum í sambandi við spákaupmcnnsku. Sé vatnið óhreint hefur draumurinn gagnstæða merkjngu. DÖGUN. — Ef þig dreymir að dagur sé að renna upp, mun tímabil erf- iðleika og mótblásturs vera fram undan bér um tíma, en allt mun vel fara að lokum. EDIK. — Að drekka edik í draumi boðar lítilsháttar veikindi, eða ávít- ur og særandi athugasemdir. Þyki þér það góður drykkur, er það þér til hagsældar. EÐLA. — Dreymi þig að þú sjáir þetta kvikindi, muntu komast í mjög slæma klípu og þurfa á skjótri hugsun og kímnigáfu að halda tál þess að bjarga þér úr vandanum. V.----------------------------------------------------------------J HEIMILJSRITIÐ 41

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.