Heimilisritið - 01.06.1951, Síða 45

Heimilisritið - 01.06.1951, Síða 45
þegar um er að ræða skefjalausa afbrýðisemi eða ástæðulausa tor- tryggni. ELDFJALL. — Ef þig dreymir að þú sjáir gjósandi eldfjall, skaltu gæta þess, að halda skapi þínu í skefjum. ELDHUS. — Dreymi þig að þú sitjir í eldhúsi, mun einhver gamall vin- ur eða vandamaður brátt heimsækja þig — einn eða fleiri — og vera afar forvitinn um heimili þitt og afkomu. ELDHUSSKAPUR. — Að dreyma tóman eldhússkáp er fyrir fjárhags- vandræðum. Láta eitthvað í slíkan skáp boðar feng eða óvænta að- stoð frá einhverjum nákomnum. ELDING. — Sjá ÞmmuveSur. ELDSPYTA. — Ef þig dreymir að þú kveikir á eldspýtu, er það fyrir- boði þess, að óvæntur atburður gcrist, sem stendur í sambandi við cinhvern vandamann þinn. ELDUR. — Að dreyma eld, sem logar glatt og stillt, án reykjar og neista- flugs, boðar hcilbrigði, heimilislán og vinsældir. Ógiftu fólki, eink- um elskendum, er það fyrjr giftingu, góðu heimili og barnaláni. Æstur og magnaður eldur táknar, að þú munir brátt reiðast heift- arlega af litlu tilefni. Slökkva eld þýðir hættu, scm mun takast að afstýra; sumir ráða það sem fátækt. Reyna að kveikja eld, sem slokknar jarfnharðan aftur: maður verður sér til skammar. Sjá ann- an mann brennast: honum fyrir illu. Horfa í eldsglæður: mikil vonbrigði. Sjá eld falla af himnum: hörmuleg tíðindi. Eld að detta í: fefletting. Kveikja upp eld: happ. Ylja sér við eld: fjáröflun. Sjá hús brenna: hættumerki. (Sjá Reykur, Bruni). ELSKHUGI. — Ef þig dreymir að elskhugi þinn eða ástvinur sé ánægð- ur og broshýr, er það merki um tryggð. Finnist þér hann hryggur eða þjáður, er það vottur um tvöfcldni. Að dreyma gamlan elskhuga, er dreymandanum tákn þess, að einhver ann honum nú hugástum. EMBÆTTI. — Ef embættismann dreymir að hann missi stöðu sína, boð- ar það dauða eða mjög alvarlega atburði. Slfkur draumur er einnig aðvörun um að treysta ekki ókunnugum. Hinsvegar er það fyrir velgengni að dreyma að maður fái embætti. ENGI. — Ef þig dreymir að þú gangir um grösugt engi, boðar það þér giftu og skemmtilegt ferðalag. Sé mikið af blómum á þessu graslendi boðar það ógiftum hjónabandi fyrr en varir. ENGILL. — Ef þú sérð cngil í draumi, mun barn fæðast í fjölskyldu þinni innan árs. Að dreyma engil er yfirleitt gott, en þó má ekki ávarpa hann. Stundum er það ábending um að vanda betur lífemi sitt. Það er lánsmerki fyrir elskendur að dreyma engil eða engla. Ef draum- engill gefur þér eitthvert heilræði, skaltu fara eftir því. Dreymi þig að þú sért engill, mun eitthvað óvænt gerast. Þegar englar vitrast þér í draumi, mun þér verða forðað frá yfirvofandi sorg eða mótlætá. HEIMILISRITIÐ 43

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.