Heimilisritið - 01.06.1951, Side 47
Ur einu í annað
Móðirin: — Hvað eruð pið að gera,
börn?
Halli: — Við erum í mömmuleik.
Móðirin: — En hvar er Jonni?
Halli: — Inni í klœðaskáp! Hann
verður að blða þangað til hann er fædd-
ur.
*
Hreinsið sjálfblekunginn öðru hvoru
með því að soga nokkrum sinnum kalt
vatn upp í hann. Ekkert vatn má þó
vera í honum, þegar hann er fylltur með
bleki.
*
Hún var ein af þeim, sem manni
lízt betur á, eftir því sem maður sér
hana minna. (Gertrude Stein)
#
Til þ ess að ganga úr skugga um,
hvort einhver hlutur er úr hreinu gulli,
er bezt að núa smáblett af honum með
fíngerðu brýni, þar til gullhúð eða lit-
ur kemur á brýnið og bera svo logandi
eldspýtu að gullslitnum á brýninu. Ef
bletturinn breytist ekkert, er gullið ó-
falsað, en hverfi hann er um eftirlíkingu
að ræða.
*
Kaufmaðurinn (kemur heim á að-
fangadag og vinnukonan opnar fyrir
honum): — Hvernig gengur með gœs-
ina, Marta?
— María: — Hún er í baði þessa
stundina.
*
Göthe sagðist kvænast til þess að öðl-
ast meiri virðingu, enda gekk hann að
eiga þjónustustúlku sína, þegar hann
var kominn á efri ár, þrátt fyrir mót-
stöðu nánustu vandamanna.
Hún líktist miljón krónum í fölsk-
um peningum. (Rich. Andrews)
*
Ef þú þværð andlitið upp úr dýrum
vökvum með baðmullarhnoðra, skaltu
væta hann fyrst með vatni, kreista það
burt og bleyta hann svo með andlits-
vatninu. Þá sýgur hann ekki eins mikið
í sig.
#
Hann: — Þessi koss tjáir allt, sem
ég hef að segja þér. Skilurðu mig?
Hún: — Ekki alveg, ástin min, segðu
það einu sinni enn!
#
Það er þjóðráð að leggja nokkur dag-
blöð í vögguna eða barnavagninn, undir
þunnt lak, þvf að þá verða börnin aldrei
blaut upp eftir bakinu.
#
Tennur hans voru heldur um of
reglulegar. Hann minnti á rennilás, þeg-
ar hann brosti. (Jean Puggaard)
*
Ef ekta perlur eru famar að gulna er
gott að leggja þær nokkrar mínútur í
volgt vínedik og þvo þær síðan. Ef þær
verða ekki strax hvítar, skal endurtaka
þetta nokkrum sinnum.
#
— Af hverju búa þjóðirnar í Evrópu
ekki saman eins og stór fjölskylda?
— Gera þcer það ekki í raun réttri?
#
Hið fegursta andlit getur orðið hjá-
kátlegt, ef augabrúnirnar eru of mikið
litaðar.
#
Randaflugan suðaði eins og tann-
læknabor. (Gunnar Larsen)
HEIMILISRITIÐ
45