Heimilisritið - 01.06.1951, Side 48
Afmœlisdagurinn þeirra
Smásaga eftir Jea?iette Eyerly
í FJÖLSKYLDU okkar hafa
allir hátíðis- og tyllidagar verið'
í miklu uppáhaldi, jól, páskar o.
s. frv. En allra hátíðlegasti dag-
urinn er 16. ágúst, sem er af-
mælisdagur pabba og mömmu.
Eg veit ekki hversu óvenjulegt
það er, að afmælisdagar hjóna
falli þannig saman, en það er að
minnsta kosti staðreynd, að öll-
um sem þekkja okkur þykir
það skrítið — og mömmu sjálfri
finnst það hreint og beint dá-
samlegt.
„Því hugsið ykkur — þið
hefðuð' bara aldrei fæðst, ef
svona undarlega hefði ekki viljað
til með afmælisdaginn okkar“,
sagði mamma oft og einatt við
okkur krakkana. Og svo bætti
hún við og sneri sér að pabba:
„Og þú, George Martin, værir
liér ekki heldur, því þá hefði ég
gifzt Wesley Griffith og væri nú
bankastjórafrú“.
Eg hafði heyrt þessa sögu
hundrað sinnum, stundum var
það mamma, sem sagði okkur
hana, stundum var það pabbi.
En alltaf fannst okkur hún vera
jafn ný af nálinni og spennandi.
Mamma var nýlega orðin 18
ára, þegar hún fékk atvinnu í
skrifstofu Clevertons gamla.
Hún var fædd og uppalin í sveit,
og hafði ekki verið í borginni
nema árið, sem hún var í verzl-
unarskólanum. „Eg var blátt á-
fram saklaus eins og engill, þeg-
ar ég hitti manninn þann arna“.
sagði hún og renndi augunum
til himins.
Það var auðvitað pabbi, sem
hún átti við. — Einn daginn
liafði hann komið inn í skrif-
stofuna, þar sem hún sat keng-
bogin yfir ritvélinni. Hann þurfti
að finna Tufts, húsbónda henn-
ar. En Tufts var vant við lát-
inn þá stundina, svo pabbi gerði
sér lítið fyrír og fór að' spjalla
við mömmu, beygði sig kunnug-
lega yfir skrifborðið hennar, og
meira að segja tók sér það bessa-
leyfi að klapþa henni á vangann,
til þess að fá hana til að líta upp.
46
HEIMILISRITIÐ