Heimilisritið - 01.06.1951, Page 50

Heimilisritið - 01.06.1951, Page 50
„Þér eruð engill, og ég skal lofa yður því, að þér skuluð aJdrei þurfa að iðrast þess“. Eftir að við systkinin vorum öll orðin fullorðin, gerðum við' allt sem við gátum, til þess að vera heima á afmælisdegi mömmu og pabba. Oftast vant- aði eitt eða tvö okkar, en í fyrra lánaðist okkur öllum að vera viðstödd. Ég kom með lest frá Rockford, Ned og hans fjöl- skylda komu með rútubíl frá St. Joe, Mary og dætur hennar komu fljúgandi frá Nevv York, en Fred og Joe komu með kon- ur sínar akandi í eigin bílum frá Chicago. Laugardagsmorgun — sjálfan afmælisdaginn, var allt heimilið á öð'rum endanum. Við vorum fjórtán með barnabörnunum. INlamma og við systurnar höf'ð- um nóg að gera í eldhúsinu við að matreiða kjúklinga. Ivarlmeð- limir fjölskyldunnar sátu úti á svölunum og spjölluðu saman, og krakkarnir höfðu klifrað upp í eplatréð bak við húsið. Síminn liringdi á fárra mínútna fresti, mamma þurrkaði sér um hend- urnar og svraraði í símann, hún kom aftur að vörmu spori og sagði: „Millie var að hringja“ — eða þá: „Það var frú Watkins gamla, hún var að óska okkur til ham- ingju“. Á borðinu í forstofumii lá heill bunki af kortum og bréfum, sem hafði verið að koma alla vikuna. Lane póstur kom. Hann hafði gengið þessa sömu rútu síðastlið'- in 30 ár, og þegar mamma opn- aði fyrir honurn, kyrjaði hann með hattinn í annarri hendinni og bréfabunka í hinni — afmæl- issöng. „Bíddu, Lane“, sagði maimna, á meðan hún kallaði á okkur öll fram til þess að hlusta líka. Á laugardögum kom pabbi heim af skrifstofunni klukkan tólf. Ivlukkan eitt settumst við að matnum. Þegar við höfðum lokið við að borða, var ísinn framreiddur, og ljósin tendruð á afmælistertunum, því þær \Toru auðvitað alltaf hafðar tvær. Því næst var tekið utan af afmælisgjöfunum, þar til allt flaut út í umbúðapappír. „Við skulum opna bréfin“, sagði mamma. „Nei, ég ætla að opna þau“, sagði pabbi. „Nei, lofaðu mér að gera það“, sagði mamma. Pabbi lyfti sér í sætinu og sagði: „Það gæti verið einkabréf til mín“. „Einkabréf“, sagði mamma með rödd, sem kom okkur öll- um til að hlæja. 48 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.