Heimilisritið - 01.06.1951, Síða 57

Heimilisritið - 01.06.1951, Síða 57
Doyle sló hnefahögg í borðið um lcið og hann sagði síðustu orðin, svo að flaskan og bollar hoppuðu. „Þá ræð ég yfjr Muava allri og flyt í hús Ster- lings í UIava,“ tautaði hann eins og við sjálfan sig, án þess að horfa á Joan. „Ég hef heyrt að hann stórgræði á perluveiðunum. Ég tek allt undir mig og læt þá innfæddu halda starfinu á- fram. Svo þegar ég hef náð í allt, för- um við í mótorbát Sterlings eða semj- um við skipstjórann á kaupskipinu um að flytja okkur aftur til siðmenningar- ínnar, þótt ég sé ekki viss um að sið- mcnningin sé eftirsóknarvcrðari cn Mu- ava, nú þegar ég hef yður, Joan. Það eina, sem mig skorti hér, var einmitt kona eins og þér, og ef ég sný aftur til föðurlands míns get ég átt á hættu að lenda í útistöðum við yfirvöldin, því það er ýmislegt óuppgert okkar í milli. Nei, ég held helst að við verðum kyrr hér á Muava og gerum hana að para- dís okkar." Hann einblíndi aftur á Joan. „Já, auðvitað verðum við kyrr hér á Muava, Joan,“ endurtók hann og stóð á fæt- ur. „Ég ætla alls ekki að vera lengur á Muava en nauðsyn krefur,“ sagði Joan og gerði sér far um að tala rólega, en fannst líkt og köld hönd gripi um hjarta hennar. „Þetta segið þér bara til að hræða mig, Doyle, það getur ekki verið alvara yðar að ætla að myrða Hilary Sterling og taka cignir hans und- ir yður?“ , „Nei, alls ekki. Ég ætla svei mér ekki að myrða hann, kæra Joan,“ svaraði Doyle. „Ef einhver kemur og rannsak- ar það mál á eftir, mun hann komast að því, að Sterling var drepinn af þeim innfæddu. Hvað cignjr hans snertir —“ Hann þagnaði og það hlakkaði í hon- um. Hann skenkti sér aftur úr flösk- unni. „Ef þér eruð eign hans, þá til- heyrið þér mér nú — það hljótið þér að skilja? En hversvegna eruð þér svona áhyggjufullar vegna Hilary Sterlings, ef þér í raun og vem hatið hann?“ Joan svaraði ekki, en hún var skjálf- hent, er hún reyndi að kveikja sér í nýrri sígarcttu til að dylja vaxandi geðs- hræringu. Þótt hún hefði verið pínd til að svara spurningu Doyles, hefði hún ekki vitað hverju svara skyldi. — ég held ég fari og fái mér dálítið frískt Ioft,“ flýtti hún sér að segja. Hún stóð á fætur og ætlaði til dyra. „Ég hcld ekki,“ svaraði Doylc og stóð í vegi fyrir henni. ,,Var ég ekki að segja yður, að þér tilheyrðuð mér? Ég hef frelsað yður, fagra mær, og nú óska ég launa minna.“ XVII Hættustund JOAN vék sér undan í snatri, þegar Doylc breiddi út faðminn til að grípa hana, og stökk bak við borðið, sem var á milli þeirra. Hún var náföl af ótta og blá augu hennar voru flóttaleg, þó að reiðin logaði enn í þeim. ,,Ég skal launa yður eins og ég hef áður boðið, ef þér gerið mér ekkert og hjálpið mér tjl að komast héðan,“ sagði hún, og rödd hennar var næstum hás af hræðslu. „Þér skuluð fá þá upphæð HEIMILISRITIÐ 55

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.