Heimilisritið - 01.06.1951, Blaðsíða 57

Heimilisritið - 01.06.1951, Blaðsíða 57
Doyle sló hnefahögg í borðið um lcið og hann sagði síðustu orðin, svo að flaskan og bollar hoppuðu. „Þá ræð ég yfjr Muava allri og flyt í hús Ster- lings í UIava,“ tautaði hann eins og við sjálfan sig, án þess að horfa á Joan. „Ég hef heyrt að hann stórgræði á perluveiðunum. Ég tek allt undir mig og læt þá innfæddu halda starfinu á- fram. Svo þegar ég hef náð í allt, för- um við í mótorbát Sterlings eða semj- um við skipstjórann á kaupskipinu um að flytja okkur aftur til siðmenningar- ínnar, þótt ég sé ekki viss um að sið- mcnningin sé eftirsóknarvcrðari cn Mu- ava, nú þegar ég hef yður, Joan. Það eina, sem mig skorti hér, var einmitt kona eins og þér, og ef ég sný aftur til föðurlands míns get ég átt á hættu að lenda í útistöðum við yfirvöldin, því það er ýmislegt óuppgert okkar í milli. Nei, ég held helst að við verðum kyrr hér á Muava og gerum hana að para- dís okkar." Hann einblíndi aftur á Joan. „Já, auðvitað verðum við kyrr hér á Muava, Joan,“ endurtók hann og stóð á fæt- ur. „Ég ætla alls ekki að vera lengur á Muava en nauðsyn krefur,“ sagði Joan og gerði sér far um að tala rólega, en fannst líkt og köld hönd gripi um hjarta hennar. „Þetta segið þér bara til að hræða mig, Doyle, það getur ekki verið alvara yðar að ætla að myrða Hilary Sterling og taka cignir hans und- ir yður?“ , „Nei, alls ekki. Ég ætla svei mér ekki að myrða hann, kæra Joan,“ svaraði Doyle. „Ef einhver kemur og rannsak- ar það mál á eftir, mun hann komast að því, að Sterling var drepinn af þeim innfæddu. Hvað cignjr hans snertir —“ Hann þagnaði og það hlakkaði í hon- um. Hann skenkti sér aftur úr flösk- unni. „Ef þér eruð eign hans, þá til- heyrið þér mér nú — það hljótið þér að skilja? En hversvegna eruð þér svona áhyggjufullar vegna Hilary Sterlings, ef þér í raun og vem hatið hann?“ Joan svaraði ekki, en hún var skjálf- hent, er hún reyndi að kveikja sér í nýrri sígarcttu til að dylja vaxandi geðs- hræringu. Þótt hún hefði verið pínd til að svara spurningu Doyles, hefði hún ekki vitað hverju svara skyldi. — ég held ég fari og fái mér dálítið frískt Ioft,“ flýtti hún sér að segja. Hún stóð á fætur og ætlaði til dyra. „Ég hcld ekki,“ svaraði Doylc og stóð í vegi fyrir henni. ,,Var ég ekki að segja yður, að þér tilheyrðuð mér? Ég hef frelsað yður, fagra mær, og nú óska ég launa minna.“ XVII Hættustund JOAN vék sér undan í snatri, þegar Doylc breiddi út faðminn til að grípa hana, og stökk bak við borðið, sem var á milli þeirra. Hún var náföl af ótta og blá augu hennar voru flóttaleg, þó að reiðin logaði enn í þeim. ,,Ég skal launa yður eins og ég hef áður boðið, ef þér gerið mér ekkert og hjálpið mér tjl að komast héðan,“ sagði hún, og rödd hennar var næstum hás af hræðslu. „Þér skuluð fá þá upphæð HEIMILISRITIÐ 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.