Heimilisritið - 01.07.1951, Blaðsíða 5

Heimilisritið - 01.07.1951, Blaðsíða 5
Hjartað var að því komið að springa — en það var þá skrif- stofustúlkan. Hún sagði glaðlega halló, gekk að glugganum og opnaði hann svo ferskt morgun- loftið barst inn, smeygði hendi gegnum hárið í hnakkanum, hristi lokkana og settist síðan við sitt borð. Mikið er veðrið dásamlegt, sagði hún. Hann var niðursokkinn í að prófa sjálfblekunginn og anzaði henni engu. Reikningsvélin hennar fór af stað. Með' takt- föstu öiyggi hamraði hún á tölu- borðinu með mjóum fingrum, sló svo með léttri hreyfingu á skiptiklossann, það kom svolítil skriða og talan birtist á blaðinu. Morgunloftið blandaðist ilmi stúlkunnar, úti fyrir heyrðist í bílum, sem skröltu um veginn, í börnum, sem voru að leik í ná- grenninu, og ef vel var hlustað mátti heyra tíst smáfuglanna. En hann gaf þessu engan gaum, hann beið þess í skelfingu að' tek- ið væri í hurðarhún, að dyr væru opnaðar. Loks gat hann ekki beðið svona lengur, stóð á fæt- ur, trítlaði að skjalaskápnum og tók fram dagbókina. Hann fann til fróunar þegar fingur hans snertu bókina — aldrei hafði hann gert villu í dagbók. Hann lagði hana á borðið, opnaði hana og leit yfir snyrtilega skriftina, hvergi blettur, hvergi strikað yf- ir eða strokið út. Hann strauk lófa yfir mjúkan pappírinn, en nú skorti þá daglegu gleði sem hreyfing þessi veitti honum. Hann vissi að tilgangslaust var að reyna að skrifa þegar hann var svona undirlagður. Hann tók því að raða fylgiskjölunum: Lægstu tölurnar fyrst, sami tug- ur átti saman og síðan hækkandi eftir upphæðunum og þannig á- fram, hundrað, þúsund, tugþús- und. Þetta var hans eigin upp- götvun í bókhaldinu og hann framkvæmdi hana alveg vél- rænt. Tekið í hurðarhún, opnaðar dyr. Hann hreyfði sig eklci, en honum fannst eins og hann kipr- aði sig saman til að taka á móti höggi. Sigurpáll! Hann reyndi að hamla við- bragðinu sem líkaminn tók, og þó flaug hann næstum í dyrn- ar. Forstjórinn stóð við hurðina með vindil slapandi fram úr munninum, lokaði um leið og Sigurpáll var smoginn innfyrir. Hann reyndi ekki að horfa á for- stjórann, en dró upp úrið á handarbakinu eins og hann ótt- aðist að héðan í frá myndi tím- inn standa kyrr. Forstjórinn settist í rauða sessustólinn, sog- aði nokkra reyki, benti Sigur- páli að setjast og hóf svo máls: HEIMILISRITIÐ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.