Heimilisritið - 01.07.1951, Page 7

Heimilisritið - 01.07.1951, Page 7
róslitan vangann og ertnislegan nefbroddinn. Pilsið féll þétt að íbjúgum mjöðmum og lærum, og línan frá hné og niður að ökla minnti hann alltaf á konungs- dóttur ævintýranna. Hann hafði fyrr horft á hana á laun og látið hugann reika um hitt og þetta. Nú væri þvi lokið. Hann ræskti sig á ný. Hún leit til hans, fékk sólina beint í augun, leit út á hlið', brosti. Ó hvað veðrið er dásamlegt, sagði hún, reis úr sæti og gekk að glugganum. Hún opnaði bet- ur og fyllti brjóstið af tæru loft- inu. Það rumdi ánægjulega í henni. Nei, — heyrirðu sönginn, sagði hún og leit til hans. Hvaða söng? Fuglasönginn, ó, sumarið er komið, hlustaðu bara. Hann hlustað'i, jú, hann heyrði að smáfuglarnir voru eitthvað að gaula. Sérðu, sagði hún, það eru þrestir þarna á þakrennunni, það eru þeir sem syngja svona dátt .. . sjáðu litlu skinnin, ó, hvað þeir eru sætir. ... Hann hafði örlög hennar í hendi sér. Notakennd valdsins fór um hann í heitum bylgjum, en jafnframt kveið hann fyrir því að segja henni sannleikann, og hann myndi líka sjá eftir henni úr skrifstofunni. Forstjórínn var genginn út. Stúlkan var aftur setzt við og það hvein notalega í vélinni hennar .. . Þetta yrði þungt áfall fyrir hana. ... Iíann ræskti sig einu sinni enn, ætlaði að byrja að tala, en hætti. Hann fann á sér að stúlkuna var farið að gruna eitthvað. Hann tók að krota á blaðsnepil: Hér með er þér sagt upp vinnu ... kæra ungfrú, lengi hefur mig langar til að segja þér . .. 28.65 — 9781.34. Sem forstjóri verð ég að tjá yð- ur. . . . Hann tók mið'ann kreisti hann milli fingranna, ætlaði að fleygja honum í bréfakörfuna en reif hann í tætlur og lét í vasa sinn. Forstjórinn bað mig að tala við þig, sagði hann allt í einu og var hissa á því hvað þetta rann uppúr sér. Við mig? spurði hún og leit við. Mjög alvarlegt, sagði hann. Hef ég gert ... ? Nei, nei . . . það er ennþá verra .. . þú . . . það verður að' fækka hérna á skrifstofunni. Meinarðu það? sagði stúlkan og brosti beint móti sólinni. Okkur þykir þetta mjög leið- inlegt, þú hefur reynzt okkur svo prýðilega. ... Hún rauk upp af stólnum, kom æðandi til hans og rak hon- HEIMILISRITIÐ 5

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.