Heimilisritið - 01.07.1951, Page 8

Heimilisritið - 01.07.1951, Page 8
um koss á kinnina. Hann saup hveljur af undrun og starði á hana opnum munni og höfuðið skalf eins og á gamalmenni. Og hann fann angan úr hári hennar og snertingu varanna lengi á eftir. . .. Þú ert dásamlegur, sagði hún og dansaði um skrifstofuna. Það var eins og allur líkami hennar hefði verið leystur úr álögum, mjaðmimar titruðu af lífi, brjóstin hófust, vanginn roðn- aði, varirnar sprungu út eins og rósir og hárið fékk nýjan töfra- blæ. Hva, hva, stamaði hann ... hversvegna læturðu svona manneskja. ... ? Ég hef aldrei í lífinu verið svona kát, sagði hún, drottinn minn, að þér skyldi detta þetta í hug. Detta hvað í hug? Að reka mig maður — ég sem hef alltaf verið að' liugsa um að segja upp, en ekki þorað það vegna mömmu. .. . Ó, og komið vor, komið sumar. Nú getur hún ekkert sagt og ég fer upp í sveit. Jæja, ég er feginn því að þú tekur þessu svona, sagði hann, en hann var ekki eins feginn og hann vildi vera láta, það var engu líkara en hann fyndi til vonbrigða. Hann hafði hugsað sér að hughreysta hana, taka þátt í áfallinu, styrkja hana í raunum. ... Geturðu ímyndað þér, sagði hún uppljómuð, hótelið stendur í skógarrjóðri! Hvaðá hótel? Hún svaraði ekki, en hljóp að símanum. Hann hristi höfuðið og sneri sér að dagbókinni. Gústa, sæl og bless, hvað held- urðu, allt leikur í lyndi, já, það er búið að segja viér upp. Já-já- já. . .. Sagðirðu ekki að hótelið væri í skógarrjóðri? Ó, mikið hlakka ég til. ENDIR NÝTÍZKU VEIÐISAGA Tveir sportveiðimenn sátu sinn hvorum megin við Spreefljótið með veiðistengur sínar. Sá sem sat á bakkanum Vesturveldamegin dró hvern fiskinn á fætur öðrum, en maðurinn á rússneska bakkanum varð hins- vegar ekki var. Að lokum varð hann gramur og æpti: „Hvernig í fjand- anum ferðu að því að veiða svona marga, en ég fæ ekki bröndu?“ „Það hefur eðlilegar orsakir," sagði veiðimaðurinn á vestri bakkanum. „Hérna megin eru fiskarnir ekki hræddir við að opna munninn." 6 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.