Heimilisritið - 01.07.1951, Page 12

Heimilisritið - 01.07.1951, Page 12
skuldabréfi. En hann hafði ekki íundið það', og hann hafði með vilja skilið eftir blóðbletti í íbúð hennar til að villa um fyrir lög- reglunni. I réttarhöldunum gegn Voisin útskýrði Spilsburv, hvernig hann hefði komizt að sínum furðulegu niðurstöðum. Líkið af frú Gerard var þakið sárum, sem henni höfðu verið' veitt með eldskörung, eða einhverju svip- uðu vopni. Þau höfðu þó verið skeinur einar, og þess vegna á- lyktaði hann, að þau væru kven- mannsverk. En afhöfðunin var gerð með öruggu handbragði, sem greinilega vitnaði um at- vinnuslátrara. Yfirlætislausar og ósjálfhæln- ar útskýringar Spilsburys fengu starf hans til að líta út eins og leik einn, en í raun og veru kröfð'ust öll hin flóknarí við- fangsefni hans vikna og stund- um mánaða vandlegra rann- sókna og tilrauna. Hann skelfd- ist mjög, að honum gæti orðið á einhver mistök, því hann vissi, að þegar hann væri kominn í vitnastúkuna, gæti jafnvel minnsta gáleysi kostað saklausa manneskju lífið. Eina sögu sagði hann hverj- um einasta stúdentahóp, sem hlustuðu á fyrirlestra hans í réttarlæknisfræði. Miðaldra þorpskennslukona í Hampshire, Anna White, hafði fundizt lát- in í rúmi sínu. Það kom í Ijós, að' hún hafði gleypt of margar svefntöflur og að hún var með blöðrur um allan skrokkiim. Strax benti ahnannarómur á mann hennar sem morðingja. Hann var mörgum árum yngri en konan og ekki sérlega \nn- sæll, og auk þess var vitað, að hann myndi erfa hana. Orðróm- urinn sagði, að hann hefði byrl- að henni eitur og síðan reynt að brenna líkið. Spilsbury rannsakaði húsið og líkið vandlega, spurði nágranna hinnar látnu ýtarlega og fór síð- an aftur til London til að semja skýrslu sína. Frú White hafði framið sjálfsmorð. Hún geymdi svefntöflur sínar í læstum skáp og leyfði engum öðrum að kom- ast að þeim. Töflurnar voru með beisku og sérkennilegu bragði, svo það var óhugsandi, að' nokk- ur hefði getað byrlað henni þær í mat, án þess hún yrði þess vör. Blöðrurnar stöfuðu af hinum allt of stóra eiturskammti. Því miður seinkaði því, að skýrsla Spilsburys yrði kunn- gerð, og á meðan varð ólánið'. Eiginmaðurinn, sem var við- kvæmur og taugaóstyrkur, gat ekki lengur þolað liið eilífa hvískur og slúður í þorpinu. Hann varpaði sér fyrir járn- brautarlest. Þessi sorgaratburð- 10 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.