Heimilisritið - 01.07.1951, Síða 21

Heimilisritið - 01.07.1951, Síða 21
FJOLAN í þjóðtrú og sögnum eftir William Thomsen FJÓLAN LITLA er nefnd — þó undarlegt sé — jafnan í sama mund og hin hátignarlega rós og stóra lilja, þegar tákna á eitt- hvað fagurt. „Undurfagurt sem rósir, fjólur og liljur“. Að íjólan er svo mikils metin að vera skipað á bekk með rós- inni og liljunni, hlýtur að stafa af yndisþokka hennar í látleysi sínu, ennfremur unaðslegri ang- an og lítilþægni. Fjólan á jafn gamlar síður á spjöldum sögunn- ar og rósin. Við sjáum henni lýst og lof kveðið af gömlu skáldun- um Virgil og Hómer. Seinna heyrum við, að hún hafi verið eftirlætisblóm margra mikil- menna, t. d. Napóleons og Goethes. Frá því er sagt, að hið mikla þýzka skáld hafi á gönguferðum sínum á vorin ætíð haft fjólufræ í vasanum. Því stráði hann með- fram vegunuin, og þess vegna benda ibúar Weimar enn i dag á fjólurnar, sem vaxa meðfram vegunum og kalla þær Goethe- fjólur. Auk Goethe, Schiller og Shakespeare hafa margir lýst og lofsungið' litlu fjóluna — tákn látleysis og auðmýktar. Við finnum hana einnig í Niflunga- Ijóðum, þar sem Krímhildur segir: Kleine ist Dem úbiger als sie, und keine hátte Dein Fuss so leicht zertoeten, denn sie scheint Sich fast zu schámen, mehr zu sein als Gras So tief versteckt sie sich. (Enginn er auðmýkri en hún, og enga gæti fótur þinn léttar troðið, því hún sýnist. næstum blygðast sín, meiri en gras að vera svo vel felur hún sig). SÖGNIN segir, að í Paradís hafi hún fengið nafnið blóm lát- leysisins, á eftirfarandi hátt. Þegar Adam og Eva voru burt rekin úr paradís eftir synda- fallið, var garðúrinn hreinsaður og hver engill féldc sinn reit, þar sem hann átti að rækta sitt eft- irlætisblóm. HEIMILISRITIÐ 19

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.