Heimilisritið - 01.07.1951, Qupperneq 26

Heimilisritið - 01.07.1951, Qupperneq 26
Það kom af sjálfu sér, að Doris og Denis voru þau fyrstu, sem fengu að vita, að Mary og Bill ætluðu að giftast. Hjóna- efnin höfðu skilið þau ein eftir til að njóta tíðindanna, og fara að dæmi þeirra, ef svo vildi verkast. „Þau geta ekki verið með öll- um mjalla!“ sagði Denis með sannfæringu. „Þau hegða sér, svei mér þá, rétt eins og þau væru afi og amma sjálfra sín. Hvaða manneskja með fullu viti giftir sig nú á dögum?“ Doris vildi sýnast yfir slíkt hafin, enda þótt henni fyndist yndislegt, að þau skyldu giftast, en í augum Denis vildi hún ekki vera gamaldags, þess vegna setti hún upp merkissvip og svaraði: „Eg skil ekki heldur Mary! Hún hlýtur þó að vita, að fyrir konuna er gifting ekkert annað en hreinasta ánauð“. „Já, það er fullkomin villi- mennska!“ hélt Denis áfram. „Bíddu bara í hálft ár ... þá færðu að sjá Bill utan við sig af afbrýði, ef hún svo mikið sem lítur á annan mann! Gamaldags hjónaband er öldungis fráleitt fyrirtæki . . . fyrir skáld er það alveg útilokað .. . það er svip- að og að beita Pegasus sínum fyrir kolavagn“. Doris vildi gjarnan hafa svar- að honum, en hún fann ekki orð- in, hún var allt of vonsvikin, en hún barðist hraustlega til að' leyna því og lét sér nægja að kinka kolli samþykkjandi við öllu, sem hann sagði. Denis sat lengi hugsandi, svo sagði hann loksins: „Fólk ætti að vera svo hisp- urslaust og þroskað, að það segði hvort við annað: „Eg elska þig! En ég get auðvitað ekki sagt um, hversu lengi tilfinning- ar mínar haldast, þegar því er lokið, segi ég þér það hreinskiln- islega — það sama verður þú að gera gagnvart mér . . . svo skiljum við sem vinir“. Afbrýði kæmi ekki til greina, maður væri viss um að geta treyst hvort öðru“. „Þú hefur alveg rétt fyrir þér“, sagði Doris. Það var óheppilegt, að hann skyldi einmitt líta í augu henni, þegar hún sagði þetta. Það var eins og rafneistar færu á milli þeirra — án þess að gera sér grein fyrir því, dró hann hana að sér og kyssti hana. Eftir andartak ýtti liann henni ákaft frá sér. „Afsakaðu“, stamaði hann. „Ég ætlaði ekki — en í hrein- skilni sagt — ég elska þig“. Doris leit í augu honum og sagði einlæglega: „Ég elska þig líka“. „Hvað eigum við að gera? 24 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.