Heimilisritið - 01.07.1951, Síða 27

Heimilisritið - 01.07.1951, Síða 27
Eigum við að vera heiðarleg hvort við annað? Eigum við að rugla saman reitum okkar með' því ófrávíkjanlega skilyrði að láta vara meðan vill, en skuld- binda okkur til að fara hvort sína leið, jafnskjótt og annað hvort æskir þess . . . með öðrum orðum: Vera fullkomnir félag- ar?“ Augliti til auglitis við veru- leikann, skildi Doris að kenning og framkvæmd er sitt hvað. Hún vissi, að hún myndi missa Denis, ef hún segði nei . .. og hana sveið sárt sú tilhugsun. En einhver innri rödd var á allt öðru máli, og hélt fram hennar fulla rétti. Hún hné grátandi útaf. „Ég get það ekki, Denis“. „Já, en þú sagðir —“ „Það er sama, Denis. Ég get ekki!“ Hann strauk um hárið á lienni. „Þá er víst bezt, að ég komi ekki framar? Það er óhaggan- legt, ég gifti mig aldrei, Doris! Heldurðu ekki að þú getir skipt um skoðun?“ Doris hristi höfuðið og kjökr- aði. „Nei, Denis .. . því miður!“ MARY tók fljótt eftir, að Denis sýndi sig ekki framar. Henni þótti fyrir því, hún hafði vonað, að Doris og Denis myndu verða hamingjusöm saman, eins og hún og Bill. En hún spurði einskis, og Doris sagði ekkert . .. og það leið eklci á löngu, þar til hún tók að sjást að staðaldri í fylgd annars manns, Nikolas Watt. Doris reyndi af fremsta megni að breyta eftir hinni nýtízku lífsreglu: Brosa — brosa — brosa. Ekki láta neinn gruna, að mað'ur þjáist — ekki láta á sér sjá, að ekki sé allt í bezta gengi. Henni tókst það vel, en hún fékk sting í hjartað í hvert sinn, er henni varð hugsað til Denis. Eftir nokkra mánuði giftust Bill og Mary og fóru burt í nokkrar vikur — jafnframt frétti Doris, að Denis væri farinn heim til foreldra sinna í Broad- land. Hún var nú afar einmana, og þess vegna umgekkst hún Niko- las enn meira en áður. Þegar leið á sumarið, skrifaði Mary, sem eyddi hveitibrauðs- dögunum um borð í skemmti- skútu þeirra, að Doris skyldi koma og vera hjá þeim um tíma ------og svo að' hún yrði ekki of utangátta hjá þeim nýgiftu, skyldi hún taka Nikolas með sér. Doris og Nikolas fóru með járnbrautarlest til Vorsham, og þessi ferð virtist ekki tengja þau neitt nánari böndum. En hún gleymdi brátt hugar- HEIMILISRITIÐ 25

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.