Heimilisritið - 01.07.1951, Síða 35

Heimilisritið - 01.07.1951, Síða 35
og ástúðlegur. „Líður þér vel, ástin mín?“ myndi hann spyrja. „Auðvitað, bjáninn þinn“, myndi hún svara hlæjandi. Hún rétti úr þreyttu bakinu og blés gylltum lokk frá enninu. Brún augu hennar urðu einbeitt, á meðan varir hennar lofuðu há- tíðlega í hljóði, að hún skyldi ekki fara út úr skrifstofunni, fyrr en hún hefði talað við hús- bónda sinn. Meðan kjarkurinn entist, sneri hún sér snöggt við og sagði: „Hr. Adamson, ég — það er dálítið, sem mig langar til að tala við yður um — það er al- gert einkamál“. Röddin var fremur þvinguð og óttafull. Ef hann bara væri ofurlítið mannlegri, ekki svona utan við' heiminn, ekki svona strangur og niðursokkinn í starf sitt. Bara að hann hefði sjálfur átt barn. Þá myndi hann ef til vill skilja hana betur. Wirt Adamson leit á hana annarshugar og lyfti pennanum til að skrifa undir nýtt bréf. „Já, frú Holmes?“ En allt í einu tók hann eftir, að hún var hvít í framan, og hann lagði frá sér pennann. Hún hafði hugsað sér að segja það hreykin, eða dálítið jrfir- lætislega, en nú, þegar að því kom, vafðist henni tunga um tönn. „Sjáið þér til, ég — ég eign- ast barn í ágúst, og ég hugsaði, að þér hefðuð ekki — ég á við, hvort ég gæti ekki haldið áfram júlímánuð og fengið svo frí í tvo mánuði og svo — og koma svo aftur í vinnuna hér?“ Oheillavænleg þögnin varaði í heila mínútu. Jenny Holmes las undrun, gremju og fát út úr andliti hans. Hann hafði ekki verið því samþykkur, þegar hún giftist Tom Holmes fyrir tveim árum. Hann var einn af þessum íhaldssömu, sem álíta, að staður konunnar sé á heimilinu, og að' ef maður getur ekki séð fyrir konu sinni sómasamlega, þá eigi liann ekki að kvænast. En hann hafði látið undan, þegar lionum varð ljóst, liversu ást þeirra var innileg, og hafði óskað henni til hamingju, og verið glaður, þeg- ar hún kom aftur eftir hveiti- brauðsdagana. Hún hafði seinna heyrt hann segja — það var í eitt af þeim fáu skiptum, þegar hann var í góðu skapi — að hann hefði bezta einkaritara í Washington. Fyrir nokkru hafði hann skrifað til æð'stu stjórnarinnar til að fá kaup hennar hækkað. Og svo sýndi hún þakklæti á þennan hátt — með því að eign- ast barn og biðja um tveggja mánaða frí. Gremjuefni hans í skrifstof- HEIMILISRITIÐ 33

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.