Heimilisritið - 01.07.1951, Side 51

Heimilisritið - 01.07.1951, Side 51
Sayyidinn talaði ensku með lágri, mildri röddu. „Sýnið gömlum 'manni um- burðarlyndi,“ sagði hann og brosti angurvært. „Ég varð að sjá, hver keypti dýrgripinn, sem ég hef svo lengi varðveitt. Nú er mér hughægra. Ég les 1 andliti yðar, að þér unnið fögr- um hlutum.“ Þrátt fyrir vandræðakennd tókst Carley að hneigja sig virðulega. „Þakka,“ tautaði hann. Gamli maðurinn andvarpaði. „Ef til vill syndga ég gegn ætt minni með því að selja þennan erfðahlut,“ sagði hann. „En pen- ingarnir geta mett margt bág- statt fólk.“ „Maður getur aldrei syndgað með því að gefa þeim, sem líða skort,“ sagði Carley. Isred rétti honum skrínið, og hann gekk að rimlaglugganum með það. Sólargeislarnir léku í gimsteinum, og þessi sýn kom hjarta hans til að slá örar. Hann tók peningana úr belti sér; hönd hans var jafn róleg og röddin. Hann fann, að Isred grunaði ekkert. Maðurinn opn- aði peningaskáp og lagði pen- ingana þar. Svo tók hann að búa um skrínið. Carley leit á Sayyid Emrah Ben. Gamli maðurinn sat með beygt höfuð, eins og hann syrgði mikið tap. Eitt andartak fann Carley til einhvers, sem minnti á samvizkubit. Hann lagði ósjálfrátt höndina á öxl öldungsins og sagði: „Guð elsk- ar glaðan gjafara!“ Það sem síðan skeði, áttaði Carley sig ekki vel á. Einn að- stoðarmaðurinn stökk fram og sneri upp á handlegginn á hon- um, svo að hann missti jafn- vægið og datt. Hann lenti með höfuðið á peningaskápnum og missti meðvitund. Hann rankaði við sér á legu- bekk í bakherberginu. „Hvað hefur komið fyrir?“ spurði hann og greip um sárt höfuðið. Isred svaraði alvarlega: „Sayyid Emrah Ben er af- komandi spámannsins, heilagur maður, sem engum vantrúuð- um leyfist að snerta.“ Carley reis upp ruglaður. „Það var ekki meint sem móðg- un, “ sagði hann. „Nú held ég að ég sé fær um að ganga heim 1 gistihúsið.“ „Ómögulegt,“ sagði Isred kuldalega. „Til þess að forðast óþægindi vegna þessa atburðar, sóttum við sjálfir lögregluna meðan þú varst meðvitundar- laus og skýrðum frá málavöxt- um. En enski lögregluforinginn hafði mestan áhuga á þeirri staðreynd, að þú hefðir greitt mér í peningum út í hönd. HEIMILISRITIÐ 49

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.