Heimilisritið - 01.07.1951, Page 52

Heimilisritið - 01.07.1951, Page 52
Hann sagði, að sérhver annar ferðamaður, myndi hafa skrif- að ávísun. Hann skoðaði seðl- ana vandlega og bar þá upp að birtunni. Ég er hræddur um, að þú verðir að fara með hon- um héðan. Hann bíður frammi í búðinni með mönnum sínum og Sayyid Emrah Ben. „Það undraverðasta,11 segir Sayyid Ben, „er það, að snerting van- trúarmanns skuli hafa getað gert kraftaverk og verið verk- færi í hönd Allah, sem forðaði honum frá að bíða mikið og til- finnanlegt tjón.“ ENDIR Svikahrapparnir Sögukorn eftir Ralp Urban Valdi ráfaði um í kringum járnbraut- arstöðina. Herfang dagsins hafði til þessa verið hlægilega lítið: ein budda með fjórum krónum, gullhúðað, vísira- laust karlmannsúr og veski með ógreidd- um reikningum og tveimur farmiðum. Roskinn maður með gullspangargler- augu gekk í veg fyrir Valda og tók ofan. „Fyrirgefið", sagði hann, „en gætuð þér ekki verið mér svolítið aðstoðlegur. Ég er nefnilega alveg ókunnugur hér í borginni og er í hræðilegum vandræð- um, því að ég hef glatað veskinu mínu. En af því að búið er að loka veðlánara- búðunum leyfi ég mér að bjóða yður tækifæriskaup. Ég er hérna með platínu- hring með demanti —“. Maðurinn opnaði lófann og sýndi dýrgripinn. Valda tókst með herkjubrögðum að leyna brosi, lézt samt hafa áhuga á viðskiptunum og spurði án þess að skoða hringinn nánar: „Hvað á gripurinn að kosta“? „Htn — ja — fimmtíu krónur hafði ég hugsað mér“, stamaði ferðamaðurinn, „af því ég þarf svo mjög á peningunum að halda. Ég vildi gjaman mega kaupa hringinn aftur seinna . . .“. „Svo að þér eigið hringinn"? Valdi skemmti sér ágætlega. „Auðvitað, auðvitað“! „Setjið þér hann þá upp“. Ferðamaðurinn gerði það óhikað, sem hann sá þó um leið eftir, því að hring- urinn var alltof stór honum. „Jæja, hver á hringinn þá í raun og veru, þorparinn þinn“? spurði Valdi háðslega. Maðurinn með gullspangargleraugun varð vandræðalegur, eða lét svo að minnsta kosti. „Ég fann hann rétt áðan 50 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.