Heimilisritið - 01.07.1951, Qupperneq 57

Heimilisritið - 01.07.1951, Qupperneq 57
mér tíma til umhugsunar og bíða...“ Hún fann fúlan andarúrátt Doyles leggja að vitum sínum og henni lá við aðsvifi af viðbjóði. ,,Ég get ekki beðið,“ sagði hann and- stuttur. „Þú hefur blátt áfram gert mig að logandi báli, Joan. Ég vil hafa þig. Þú skalt verða mín. Verm nú ekki að streitast þetta á móti.“ Hann stóð upp af stólnum og hélt utan um mittið á henni. Joan brauzt um og fann, að minnstu rnunaði að hann dytti. Hún notaði txkifærið og gat smeygt sér úr greipum hans, áður en hann næði jafnvæginu aftur. „Fjandinn sjálfur! Ætlarðu aftur aé byrja á einhverjum hundakúnstum! Það skal verða þér dýrt spaug!“ gargaði Doyle eldrauður í andliti með starandi augu og lafmóður, en Joan skauzt bak við borðið, svo að það var aftur á milli hennar og Doyles. „Komdu strax til mín. Heyrirðu það,“ öskraði hann. „Nei! Ég vil heldur láta Iífið!“ stundi Joan og beit saman vörunum. Doyle tók á öllu sínu og seildist eft- ir henni þvert yfir borðið. Hann náði í aðra öxlina á henni, en áður en hann næði reglulegu taki, greip Jóan, sem var orðin frávita af örvæntingu, konjaks- flöskuna og lamdi henni í hausinn á honum, svo að flaskan fór í mola. Það heyrðist óhugnanlegt hrygluhljóð í Doyle, fæturnir létu smám saman und- an og hann féll endilangur á gólfið. Hann var þó ekki verr leikinn en svo, að hann tók brátt að skreiðast í áttina til Joans. Hún hljóðaði af ótta og flýtti sér eins og fæturnir gátu borið hana upp járnstigann og upp í káetuna á þak- inu. Hún komst þangað og hafði krafta og rænu til að loka hleranum á eftir sér og setja Iokumar fyrir, áður en hún féll máttvana og skjálfandi af hræðslu og áreynslu á sjálfan hlerann. XVIII Fallin í gildru JOAN féll ekki í ómegin, en það var eins og hún væri þrotin af kröft- um. Ef Doyle hefði náð til hennar á þessan stundu, hefði hún verið auð- unnin bráð fyrir hann og ekki getað veitt hina minnstu mótstöðu. Hún lá í hnipri á hleranum, skjáifandi og stynjandi, en reyndi jafnframt að hlusta eftir því sem gerðist niðri. En hún gat ekkert heyrt. „Ætli hann sé dauður?" hugsaði hún. „Ég hef ef til vill drepið hann, en mér er sama. Það er ckki annað en hann átti skilið. O, cg hefði átt að hlaupa út um dyrnar í staðinn fyrir að fara hing- að upp. Ef til vill hefði ég getað slopp- ið. Hvað skeður ef ég hef drepið hann? Hvað gera þeir innfæddu?“ Loks róaðist hún nokkurnvegin. Hún lagði eyrað aftur að gólfhleranum og hlustaði með eftirvæntingu, en gat ekki heyrt neitt. Hana langaði að lyfta hler- anum og líta niður, en hugsaði sig um. Verið gæti að Doyle hefði reiknað með þeim möguleika, læðzt upp stig- ann og biði undir hleranum. Joan reis upp og horfði út um eitt kýraugað niður á grasflötina milli stauragirðingar- innar og hússins. Sér til hugarhægðar komst hún að því, að hávaðinn inni í húsinu myndi ekki hafa vakið eftir- HEIMILISRITIÐ 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.