Heimilisritið - 01.07.1951, Page 60

Heimilisritið - 01.07.1951, Page 60
staulaðist aftur inn í húsið með hjálp töfralæknisins og fleiri. Fyrst var ekkert að heyra, en svo fór Joan að heyra mannamál. Hún þekkti háværan málróm Doyles, en gat ekki greint, hvað hann sagði. Aftur varð þögn, en svo sá hún þá innfæddu tínast út úr húsinu og flýta sér í átt- ina tjl þorps síns, æsta og masandi. Aðeins varðmennirnir urðu eftir og tóku sér stöðu við hliðið, þeir virtust líta minna eftir hliðinu en þakinu. Joan hugleiddi, hvort þeir myndu skjóta á hana, ef hún vogaði sér aftur út á þak- ið, og ennfremur hvaða skipanir Doyle hefði gefið mönnum sínum. Hún var þreytt og illa til reika og settist eftir litla stund á gólfið, studdi olnbogunum á hné sér, huldi höfuðið í höndum sér og reyndi að vera hugrökk. Hún hefði getað grátið af þreytu og angist. „Ég verð að halda hugrekkinu," sagði hún við sjálfa sig. ,,Ef Doyle er svo illa farinn, sem allt bendir til, getur hann ekki gert mér mein. Að vísu get- ur hann skotið mig, ef ég voga mér niður, og varðmaðurinn við hliðið cinn- ig, ef ég reyni að flýja. Ég ætla að gera tilraun til að sleppa þegar dimmir, og ef það misheppnast fyrirfer ég mér, hvemig sem ég á annars að fara að því.“ Allt var undir því komið, hvort Doyle væri alvarlega særður eða ekki; og hvaða fyrirskipanir hann hefði gefið mönn- um sínum með tilliti til hennar. Hætta gat einnig verið á því, að hinir inn- fæddu gerðu tilraun til að ná henni á sitt vald aftur, ef Doyle væri mikið særður. Það voru ákaflega litlar líkur 58 til þess að hún slyppi í burtu. Áður en varði náði alger sljóleiki tökum á henni, þar sem hún húkti rytjuleg og full ör- væntingar þarna uppi í klefanum. Það leið að kvöldi. Hún rétti úr sér og stóð á fætur. Hún sá að það skein ljós upp í gegnum rifurnar á lofthler- anum og hún heyrði mannamál í her- berginu niðri. Það var bersýnilega of snemmt að gera tilraun til að sleppa þá leiðina. Hún opnaði dyrnar og horfði niður. Það var svartamyrkur og ekkert hægt að sjá, en hún heyrði fótatak fyrir neðan, sem benti til þess að þeir innfæddu væm á verði kringum húsið. „Það er vonlaust," tautaði Joan í ör- væntingu sinni. „Ég er fangi.“ Henni kom til hugar að kasta sér niður af þakinu og binda enda á allt, það var aðeins óttinn við það, að hún myndi ekki hálsbrotna, heldur aðeins slasast, sem aftraði henni frá því að velja þessa leið. Meðan hún stóð og hugsaði sig um, heyrði hún barið upp í loftshlerann og hljóp inn í loftkomp- una, tjl að vita hvað um væri að vera. „Halló, litli djöfull þama uppi, heyr- irðu til mín?“ kallaði Doyle. „Komdu niður og biddu fyrirgefningar, þá skal ég fyrirgefa þér að þú brauzt flöskuna á höfðinu á mér.“ Joan svaraði ekki og Doyle lamdi í hlerann aftur og kallaði enn hærra: „Opnaðu hlerann og komdu niður, annars hlýturðu verra af. Ég skal kenna þér hvað það þýðir að slá herra sinn, því það er ég. Þér er væntalega ljóst, að við emm á Muava. Komdu niður, annars flengi ég þig. Ég skal þröngva til til að horfa á, þegar þinn kæri Hilary Sterling verður brytjaður í spað. Ég HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.