Heimilisritið - 01.10.1951, Blaðsíða 8

Heimilisritið - 01.10.1951, Blaðsíða 8
herra.“ „Ágætt!“ sagði ég. „Ég bjóst við, að ég myndi koma að honum brjótandi allt og bramlandi." Ég hef nefnilega þá reynslu, að því síður sem maður vill sjá náunga, því stundvísari sé bann, og ég hafði í huganum séð þann gamla skálmandi fram og aftur um gólftepp- ið, segjandi: „Hann kemur ei “ allt annað en frýnilegur. „Er allt í lagi?“ „Ég vona, að undirbúningur allur sé yður að skapi, herra.“ „Hvað ætlarðu að gefa okkur?“ „Kaldan fisk, ket og grænmeti, herra. Með ísuðum sítrónusafa.“ „Jæja, ég fæ ekki séð, að honum geti orðið meint af því. Láttu ekki allt þetta tilstand koma þér úr jafnvægi, svo þú gleymir þér og berir inn kaffi.“ „Nei, hcrra." „Og láttu ekki augun í þér verða eins og frosin, því ef þú gerir það, áttu á hættu að vera kominn í óðsmannsklefa áður en þú veizt af.“ „Gott, herra.“ Bjöllunni var hringt. „Stattu klár, Jeeves,“ sagði ég. „Nú byrjar ballið." ÉG HAFÐI auðvitað hitt sir Roder- ick áður, en aðeins þegar ég var með Honoríu; og það er eitthvað við Hon- oríu, sem veldur því, að allir aðrir, sem staddir eru í sömu stofu, virðast aukvisar í samanburði vjð hana. Ég hafði aldrei gert mér ljóst fyrr en á þessari stundu, hversu framúrskarandi ægilegur karl-kurfur hann var. Hann hafði kafloðnar augabrúnir, sem gerðu augnaráðið stingandi, og svoleiðis er ekki árennilegt að mæta á fastandi maga. Hann var fremur hár og frem- ur digur, og hann hafði hið stórkost- legasta höfuð, með svo til engu hári, og fyrir það sýndist það enn stærra og líkara hvolfþakinu á St. Pálskirku. Ég býst við að hann noti hatt nr. níu, eða svo. Þetta sýnir hversu afleitt er að láta heilann þenjast út um of. „Hæ halló! Hæ halló! Hæ halló!" sagði ég og reyndi að vera alúðlegur í málrómi, og þá fannst mér allt í einu sem þetta væri einmitt það, sem ég hafði verið varaður við að segja. Fjandans erfitt að koma skriði á hlutina við svona tækifæri. Maður, sem býr í leiguíbúð í London, er svo illa settur. Ég á við, hefði ég verið ungur herramaður í sveit hefði ég getað sagt, „Velkominn til Meadowsweet hallar!“ eða eitthvað á- líka virðulegt. En það hljómar fábjána- lega að segja: „Velkominn til Crickton- húss númer 6 A, Berkeleystræti, W.“ „Ég er hræddur um, að ég sé orðinn lítið eitt of seinn," sagði hann, er við settumst. „Ég var tafinn í klúbbnum af Alastair Hungerford lávarði, syni her- togans af Ramfurline. Hans göfgi,“ skýrði hann mér frá, „hefur á ný sýnt sjúkdómseinkennin, sem valdið hafa fjölskyldunni svo miklum áhyggjum. Ég gat ekki yfírgefið hann alveg strax. Af þessu stafar óstundvísi mín, sem ég vona að hafi ekki komið að sök.“ „Ó, hreint ekki. Svo hertoginn er klikkaður í kollinum ha?“ „Orðin, sem þér notið, eru ekki ná- kvæmlega þau sömu, sem ég myndi hafa viðhaft varðandi höfuð einnar göfugustu ættar í Englandi, en á því er enginn vafi, eins og þér getið til, að truflun á heilastarfsemi á sér stað í ekki 6 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.