Heimilisritið - 01.10.1951, Blaðsíða 16

Heimilisritið - 01.10.1951, Blaðsíða 16
þeir ekki verið án daglegs mjólkurskammts. Eftir að farið var að setja D-vitamín í mjólk- ina í Ameríku, hefur salan enn aukizt — bæði börn og full- orðnir drekka meiri mjólk en nokkru sinni fyrr. En hvaða furðuvökvi er þetta svo, sem við drekkum? Ef mað- ur drekkur daglega hálfan lítra af venjulegri nýmjólk, hefur maður á* viku látið ofan í sig um fimm þúsund miljarða af litlum fitukúlum af dálítið mismunandi stærð, frá einum tíu þúsundasta til eins þúsund- asta úr millimetra í þvermál. Auk þess er svo vatn, eggja- hvítuefni, stein- og málmefni, fjörefni (vítamín) og fleira. Þegar fyrir hundrað árum höfðu menn hugboð um, að sér- hver af þessum fituögnum væri umlukt himnu, en sönnunin fékkst ekki fyrr en með raf- eindasjánni. Himnan er gerð úr einföldu lagi eggjahvítusam- einda. Hvaðan fitan stafar, er ekki alltaf hægt að vita með vissu. Sumt af henni kemur sennilega beint úr blóðinu yfir í mjólkina, en önnur fita mynd- ast eftir öllu að dæma 1 sjálf- um frumum mjólkurkirtlanna, þar sem hún myndast úr kol- vetnum, sem umbreytist í fitu í líffærunum. Þýðingarmesta eggjahvítuefni mjólkurinnar er kaseinogen, sem sjálft er töfraefni, því það inni- heldur að heita má allar þær aminosýrur, sem lifandi vera þarf til að geta vaxið — og það er einkum til þess, sem mjólkin er ætluð. Bæði dýra- og manna- börn nota aðeins örlítið af mjólkinni sem „eldsneyti“ — einstök efni mjólkurinnar má beinlínis skoða sem þá múr- steina, er hin lifandi vera er byggð úr. Á þessu sviði hafa líka verið gerðar afar merki- legar rannsóknir á síðustu ár- um. Það hefur sem sé sýnt sig, að því meira eggjahvítuefni sem mjólkin inniheldur, því hraðar getur barnið eða ungviðið tvö- faldað þunga sinn. Þó ungbarn þurfi 180 daga til að tvöfalda þyngd sína, þarf kálfur ekki nema 47 daga — en konumjólk inniheldur líka aðeins 1,6 pró- sent eggjahvítu, en kúamjólk 3,5 prósent. Spenagrís þarf að- eins 18 daga, hvolpur 8 og kett- lingur 7 daga til að tvöfalda þyngd sína — og það svarar til þess, að eggjahvítuprósentan hækkar að sama skapi í mjólk þessara dýra — kattamjólk inni- heldur 9,5 prósent eggjahvítu- efni. ÞAÐ ER augljóst, að ómögu- legt væri fyrir bæði manna- og dýrabörn að ná þessari þyngd- 14 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.