Heimilisritið - 01.10.1951, Blaðsíða 39

Heimilisritið - 01.10.1951, Blaðsíða 39
„Ég skil ekki —“ „Uss!“ svaraði hún, „reyndu ekki að gera það“. Ég vissi, að nú var það ég, sem varð að' stíga næsta skrefið: biðja um hjónaherbergi í gisti- húsinu. Slíkt hafði ég aldrei gert áður, og óttaðist satt að segja uin úrslitin, en samt sem áður varð ég að vinna bug á þeim ótta, því að presturinn og höf- uðsmaðurinn stóðu í anddyrinu, þegar við komum þangað. „Eitt hjónaherbergi“, sagði ég, og röddin skalf víst ofurlítið. „Aha!“ sagði höfuðsmaðurinn og glotti hæðnislega. „En nú verðið þið að veita okkur þá á- nægju að koma með okkur, og drekka með okkur svo sem eina skál“. Konan liorfði hikandi á mig. „Hefur þú löngun til þess, elsk- an?“ ,Éeiðinda veður“, svaraði ég kæruleysislega og skalf enn frá hvirfli til ilja. „Mér finnst það einmitt til- valið“, sagði hún. „Jæja, þá það“, sagði ég. „Biddu þjónana að bera tösk- urnar okkar inn“, stakk hún uppá. „Við verðum hvort sem er ekki svo lengi úti“. „Ég klappaði saman lófunum eins og ég hafði séð menn gera í kvikmyndum, og tveir arab- iskir burðarkarlar komu hlaup- andi. Ég benti á töskurnar og gekk svo út með vinkonu mína við hlið mér. Hefði hún ekki haldið fast í mig, þá hefði ég eflaust svifið eitthvað langt út í ljósvakann. Við settumst inn í upplýst og notalegt veitingahús, og Mac- Larren bað um sódavatn, en við hin um koníak. Ég var sannfærður um að vin- kona mín hafði tekið þessu boði höfuðsmannsins til þeess eins að gera sigur minn fullkominn, og þegar ég hafði drukkið fyrstu skálina vissi ég, hvernig ég átti að haga mér gagnvart honum: bersýnileg lítilsvirðing, brosandi umburðarlyndi, storkandi hæðn- ishlátur og þreytandi kæruleysi. Hann bara eyðilagði allt þetta með því að látast alls ekki sjá mig, en beindi athygli sinni ein- göngu að konunni, sem á hinn bóginn greip hönd mína og brosti til mín, eins og hvert orð sein hún hafði talað væri heilagur sannleikur. „Finnst þér ekki Port Said rómantísk borg?“ spurði hún. „Jú“, andvarpaði ég. „Ef róm- antík er yfirleitt til, þá er hún hér“. Ég var að gerast alldrukkinn. Franski höfuðsmaðurinn sveiflaði hendinni óþolinmóður: „Rómantík!“ sagði hann fyrirlit- lega. „Kallið þið þetta róman- OKTÓBER, 1951 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.