Heimilisritið - 01.10.1951, Blaðsíða 38

Heimilisritið - 01.10.1951, Blaðsíða 38
roðna og líta undan, og ég var sannfærður um, að henni fannst höfuðsmaðurinn fullkomlega ó- þolandi. „Eruð þér að yfirgefa Egypta- land?“ spurði hann konuna. Hún kinkaði kolli. „Og maðurinn yðar? Hvar er hann staddur?“ I stað þess að svara leit hún til mín, og ég sneri mér að höf- uðsmanninum. „Þér hljótið að sjá, að frúin kærir sig ekkert um að svara spurningu yðar“, sagði ég hátt og hvessti augun á hann Hann hló yfirlætislega: „Er þessi drengur hér til að gæta yðar?“ „Hann er elskhugi minn“, svaraði hún. Ég stokkroðnaði, presturinn varð vandræðalegur og höfuðs- maðurinn skellihló. Þau litu öll til mín, Frakkinn með vanþókn- un, konan fagra blíðlega og presturinn eins og hann væri að skjóta máli sínu til þess litla af siðsemi, sem eftir væri. Sjálfur hafði ég misst málið og þarfn- aðist sopa af koníaki til að jafna mig. „Komdu og setztu hérna hjá mér“, sagði hún, „nú er ekki á- stæða til að halfla þessum leik- araskap áfram, vinur minn“. Hálfvegis utan við mig hlýddi ég skipun hennar, og hún hall- aði höfðinu upp að öxl minni og lokaði augunum brosandi. Ég gat naumast dregið andann, en hún greip höndina á mér og þrýsti í sinni. Franski höfuðsmaðurinn stóð upp, yppti gremjulega öxlum og gekk út úr klefanum, og skömmu síðar fór presturinn sömuleiðis. Nú var ég sannfærður um, að' hún mundi setjast upp, klappa mér á vangann og segja vin- gjarnlega: „Jæja, mér tókst þá að losna við hann“, en mér til mikillar undrunar, andvarpaði hún, lagaði betur um sig og sofn- aði. Þegar við konmm til Port Said, var ég farinn að elska hana meira en lífið í brjósti mínu. A leiðinni til gistihússins var ég eins og ölvaður. Þetta var einmitt það, sem mig hafði dreymt um, hið framandi líf á götunum, fjarlæg og dularfull hljómlist, sífellt glamur í fötum vatnsberanna, hófatök hestanna á steinlögð'um götum og hin fagra kona við hlið mér í bíln- um. Hún hafði snúið sér við, og horfði nú á mig. Þegar ég leit á hana fór titringur um mig allan. Hún kyssti mig-------- Þetta var óskiljanlegt, á einu andartaki hafði ég gle'ymt hlut- verki mínu sem heimsmaður og fréttaritari. 36 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.