Heimilisritið - 01.10.1951, Side 38

Heimilisritið - 01.10.1951, Side 38
roðna og líta undan, og ég var sannfærður um, að henni fannst höfuðsmaðurinn fullkomlega ó- þolandi. „Eruð þér að yfirgefa Egypta- land?“ spurði hann konuna. Hún kinkaði kolli. „Og maðurinn yðar? Hvar er hann staddur?“ I stað þess að svara leit hún til mín, og ég sneri mér að höf- uðsmanninum. „Þér hljótið að sjá, að frúin kærir sig ekkert um að svara spurningu yðar“, sagði ég hátt og hvessti augun á hann Hann hló yfirlætislega: „Er þessi drengur hér til að gæta yðar?“ „Hann er elskhugi minn“, svaraði hún. Ég stokkroðnaði, presturinn varð vandræðalegur og höfuðs- maðurinn skellihló. Þau litu öll til mín, Frakkinn með vanþókn- un, konan fagra blíðlega og presturinn eins og hann væri að skjóta máli sínu til þess litla af siðsemi, sem eftir væri. Sjálfur hafði ég misst málið og þarfn- aðist sopa af koníaki til að jafna mig. „Komdu og setztu hérna hjá mér“, sagði hún, „nú er ekki á- stæða til að halfla þessum leik- araskap áfram, vinur minn“. Hálfvegis utan við mig hlýddi ég skipun hennar, og hún hall- aði höfðinu upp að öxl minni og lokaði augunum brosandi. Ég gat naumast dregið andann, en hún greip höndina á mér og þrýsti í sinni. Franski höfuðsmaðurinn stóð upp, yppti gremjulega öxlum og gekk út úr klefanum, og skömmu síðar fór presturinn sömuleiðis. Nú var ég sannfærður um, að' hún mundi setjast upp, klappa mér á vangann og segja vin- gjarnlega: „Jæja, mér tókst þá að losna við hann“, en mér til mikillar undrunar, andvarpaði hún, lagaði betur um sig og sofn- aði. Þegar við konmm til Port Said, var ég farinn að elska hana meira en lífið í brjósti mínu. A leiðinni til gistihússins var ég eins og ölvaður. Þetta var einmitt það, sem mig hafði dreymt um, hið framandi líf á götunum, fjarlæg og dularfull hljómlist, sífellt glamur í fötum vatnsberanna, hófatök hestanna á steinlögð'um götum og hin fagra kona við hlið mér í bíln- um. Hún hafði snúið sér við, og horfði nú á mig. Þegar ég leit á hana fór titringur um mig allan. Hún kyssti mig-------- Þetta var óskiljanlegt, á einu andartaki hafði ég gle'ymt hlut- verki mínu sem heimsmaður og fréttaritari. 36 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.