Heimilisritið - 01.10.1951, Blaðsíða 61

Heimilisritið - 01.10.1951, Blaðsíða 61
ir, og Hilary, sem var sjálfur mjög hrærður, fór fram í setustofuna og fékk sér dropa af konjaki og sígarettu. Þegar Joan var orðin ein, settist hún á rúmstokkinn, þurrkaði sér um augun og reyndi að hugsa skýrt. „Hef ég nú hagað mér rétt?“ spurði hún sjálfa sig. „Hef ég lítillækkað mig aftur? Hef ég ástæðu til að ásaka sjálfa mig? Hilary bað mig fyrirgefningar, og ég er viss um að hann elskar mig og hefur ekki þurft að þola minna cn ég út af öllu sem á undan er gengið. Satt að segja verðskuldaði ég allt þetta, og ég dáist að Hilary fyrir að halda heit sitt, enda þótt hann sæi hvað ég þjáðist. Ég veit nú, að ást getur deyft þjáningu. O, hvað ég væri hamingjusöm, ef ég væri bara alveg viss .. .“ Hún stóð á fætur, gekk að snyrtiborð- inu og brosti að tárvotu og ósnyrtu and- liti sfnu, er hún horfði í spegilinn. „Mikið er hræðilegt að sjá þig, Joan,“ sagði hún. „Það er óskdjanlegt að nokk- ur skuli geta verið ástfanginn af þér. Við skulum sjá, hvort ekki er hægt að laga útlit þitt dálítið." Síðan þvoði hún andlit sitt úr köldu vatni, og greiddi sér. Er hún skoðaði sig í speglinum aftur, var hún ánægð- ari á svip, en samt óskaði hún sér að eiga dálítið af púðri og öðrum snyrti- vörum, og snotran kjól til að klæðast í. „Ég vil ekki vera í jakka, en silki- skyrtan er ekki svo afleit, ef hún er flegin í hálsinn," tautaði hún. Hún roðnaði ósjálfrátt, er henni varð hugsað til þess, þegar svarti Doyle hafði skipað henni að fara úr jakkanum, og henni varð allt í einu ljóst, að þetta var eigin- lega í fyrsta sinn á ævinni, sem hún gerði sér far um að líta vel út í augum karlmanns. Hún var enn dálítið vandræðaleg, er hún gekk loks fram í setustofuna, þar sem Hilary sat makindalega í einum hægindastólnum. Þegar hann kom auga á hana, kastaði hann frá sér sígarett- unni og stóð til hálfs upp af stólnum, en settist niður aftur og breiddi faðm- inn út á móti henni. Joan hikaði andar- tak áður en hún hljóp til hans. Hann tók hana á hné sér, þrýsti henni að sér og kyssti hana, þangað til hún tók um höfuð hans og hélt því hlæjandi frá sér með báðum höndum. „Þú lætur eins og þú gætir gleypt mig, mannætan þín!“ sagði hún and- varpandi. Varir hennar brunnu cftir kossa hans og hjartað barðist ótt og títt í brjósti hennar. „Ég gæti það líka, elsku vina mín!“ svaraði Hilary og gerði sér upp alvöru- svip. „Þú ert svo dásamleg, að ég gæti borðað þig. Þú vcrður að muna það, að mig hefur hungrað efir þér í hundrað ár, finnst mér.“ Joan horfði hamingju- söm í hin skæru augu hans, lagði hend- urnar um háls honum og hjúfraði sig að honum. „Ég vil líka að þér finnist það. Ég vona að þú fáir þig aldrei fullsaddan á mér og ást minni," tautaði hún og bauð honum varir sínar. „Segðu að þú elskir mig og að þú hafir fyrirgefið mér og að þú ætlir aldrei framar að vera vondur við mig.“ „Elsku Joan mín, allt líf mitt verður ekki nógu Iangt til að sýna þér, hve heitt ég elska þig, töfrandi fagra, litla stúlkan mín,“ sagði Hilary milli koss- anna og þrýsti henni að sér. „Heill OKTÓBER, 1951 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.