Heimilisritið - 01.10.1951, Síða 16

Heimilisritið - 01.10.1951, Síða 16
þeir ekki verið án daglegs mjólkurskammts. Eftir að farið var að setja D-vitamín í mjólk- ina í Ameríku, hefur salan enn aukizt — bæði börn og full- orðnir drekka meiri mjólk en nokkru sinni fyrr. En hvaða furðuvökvi er þetta svo, sem við drekkum? Ef mað- ur drekkur daglega hálfan lítra af venjulegri nýmjólk, hefur maður á* viku látið ofan í sig um fimm þúsund miljarða af litlum fitukúlum af dálítið mismunandi stærð, frá einum tíu þúsundasta til eins þúsund- asta úr millimetra í þvermál. Auk þess er svo vatn, eggja- hvítuefni, stein- og málmefni, fjörefni (vítamín) og fleira. Þegar fyrir hundrað árum höfðu menn hugboð um, að sér- hver af þessum fituögnum væri umlukt himnu, en sönnunin fékkst ekki fyrr en með raf- eindasjánni. Himnan er gerð úr einföldu lagi eggjahvítusam- einda. Hvaðan fitan stafar, er ekki alltaf hægt að vita með vissu. Sumt af henni kemur sennilega beint úr blóðinu yfir í mjólkina, en önnur fita mynd- ast eftir öllu að dæma 1 sjálf- um frumum mjólkurkirtlanna, þar sem hún myndast úr kol- vetnum, sem umbreytist í fitu í líffærunum. Þýðingarmesta eggjahvítuefni mjólkurinnar er kaseinogen, sem sjálft er töfraefni, því það inni- heldur að heita má allar þær aminosýrur, sem lifandi vera þarf til að geta vaxið — og það er einkum til þess, sem mjólkin er ætluð. Bæði dýra- og manna- börn nota aðeins örlítið af mjólkinni sem „eldsneyti“ — einstök efni mjólkurinnar má beinlínis skoða sem þá múr- steina, er hin lifandi vera er byggð úr. Á þessu sviði hafa líka verið gerðar afar merki- legar rannsóknir á síðustu ár- um. Það hefur sem sé sýnt sig, að því meira eggjahvítuefni sem mjólkin inniheldur, því hraðar getur barnið eða ungviðið tvö- faldað þunga sinn. Þó ungbarn þurfi 180 daga til að tvöfalda þyngd sína, þarf kálfur ekki nema 47 daga — en konumjólk inniheldur líka aðeins 1,6 pró- sent eggjahvítu, en kúamjólk 3,5 prósent. Spenagrís þarf að- eins 18 daga, hvolpur 8 og kett- lingur 7 daga til að tvöfalda þyngd sína — og það svarar til þess, að eggjahvítuprósentan hækkar að sama skapi í mjólk þessara dýra — kattamjólk inni- heldur 9,5 prósent eggjahvítu- efni. ÞAÐ ER augljóst, að ómögu- legt væri fyrir bæði manna- og dýrabörn að ná þessari þyngd- 14 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.