Heimilisritið - 01.06.1952, Qupperneq 14

Heimilisritið - 01.06.1952, Qupperneq 14
líkaði. Theo og Anice voru vís til að segja hvenær sem var. „Ættum við að fara til Sally og drekka síðdegiste?“ Lintí kynntist fjölda af ung- um mönnum, og þeir voru við- felldnir eins og systur þeirra. En enginn þeirra var sá rétti, fannst Lintí, sem þrátt fyrir sín tuttugu ár trúði enn, að ekki væri nema einn einasti maður, sem gæti gert unga stúlku ham- ingjusama. En svo kom Jeremy Beau- mont, og Lintí fannst hún aldrei á ævi sinni hafa hitt jafn óað- laðandi og ógeðfelldan ungan mann! Þegar áður en hún sá hann, gat hún ekki þolað hann. Það var Föba Kantrell, sem kom þjótandi með þá frétt, að Jeremy væri væntanlegur til Wentford daginn eftir, og það var sem alla setti hljóða við þessa frétt. Þegar þögnin var orðin ó- hugnanlega löng, spurði Lintí, hver Jeremy Beaumont væri. Þau sneru sér öll við og störðu á hana, svo Lintí hélt hún hefði sagt eitthvað óviðeigandi. „Góða mín,“ sagði Theo, „þú ættir að vera til sýnis í gler- hulstri. Stúlkan, sem þekkir ekki Jeremy!“ „En mun áreiðanlega ekki hafa neitt á móti að kynnast honum,“ sagði Föba í einkar ill- girnislegum tón. Lintí roðnaði. Hún skildi ekki hvað Föba átti við, en það var áreiðanlega eitthvað illkvittnis- legt. Föba var sú eina af hópn- um, sem henni geðjaðist illa að. Hún var gift, en maður hennar sást aldrei og hún var sífellt með ónot á vörunum. „Mér er líka rétt sama, ef þið viljið ekki segja mér það,“ flýtti Lintí sér að segja. Hún leit beint á Föbu. „En þú virtist sjálf hafa svo mikinn áhuga á honum, að ...“ Föba blóðroðnaði og leit fjandsamlega á Lintí, snerist á hæli og fór. „Hef ég sagt nokkuð óheyri- egt?“ spurði Lintí iðrandi. „Það var alls ekki ætlun mín.“ „Ekki vitund," sagði Anice. „En ég skal segja þér, Föba hef- ur töluvert meiri áhuga á Jere- my en hann kærir sig um.“ „Já, en hún er gift,“ sagði Lintí. „Víst er hún gift,“ sagði Theo þurrlega. „En það taka ekki all- ir svo hátíðlega. Jeremy gerir það að minnsta kosti ekki.“ „Hann hlýtur að vera and- styggiegur,“ sagði Lintí. „Ég get ekki skilið, að þið viljið svo mik- ið sem tala um hann.“ 12 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.